Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

13. nóvember 2006
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur  – 13.11. 2006

Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, þriðjudaginn 13.11.2006, kl. 13:00.
 
Fundinn sátu Snorri Styrkársson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Egilsson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri sem ritaði fundargerð. 

DAGSKRÁ:

1)      Fjárhagsáætlun 2007
2)      Stefnumótun í ferðaþjónustu -reiðleiðir
3)      Nýsköpunarmiðstöð Íslands
4)      Önnur mál
 
AFGREIÐSLUR:
1)      Fjárhagsáætlun 2007
Nefndin samþykkir að vísa til fyrri umræðu fjárhagsáætlunar áætlun þar sem gert er ráð fyrir útgjöldum upp á 22.734.000 kr. af þeim liðum á málaflokki 13 sem nefndin fer með. 
 
2)      Stefnumótun í ferðaþjónustu -reiðleiðir
Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingafulltrúi kom á fundinn og kynnti reiðleiðir í fyrirliggjandi aðalskipulagstillögu. 
Nefndin áréttar mikilvægi þess að aðalskipulagið verði samþykkt með tilliti til mögulegrar uppbyggingar reiðleiða um héraðið.
 
3)      Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Rætt um frumvarp um Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
 
4)      Önnur mál
 
 
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:00