Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

30. ágúst 2006
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur  – 30.08. 2006

Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur haldinn í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, miðvikudaginn 30.08.2006, kl. 13:00.

DAGSKRÁ:

1)      Stefnumótun í ferðaþjónustu
2)      Fjármál á lið 13 – atvinnumál
3)      Útgáfumál – kynningarbæklingur
4)      Háhraðatengingar í dreifbýli
5)      Atvinnumál – erindi frá Skagafjarðarhraðlestinni
6)      Önnur mál
 
AFGREIÐSLUR:
1)      Stefnumótun í ferðaþjónustu
Umræðum frestað til næsta fundar.
 
2)      Fjármál á lið 13 – atvinnumál
Sviðsstjóri lagði fram samantekt um stöðu fjármála á lið 13090, önnur framlög til atvinnumála.
 
3)      Útgáfumál – kynningarbæklingur
Nefndin ákveður að endurprenta kynningarbækling fyrir Skagafjörð og óska eftir fjárheimildum frá Byggðarráði til þess.  Áætlaður kostnaður er 209.000 án vsk.
 
4)      Háhraðatengingar í dreifbýli
Formaður kynnti erindi frá Leiðbeiningarmiðstöðinni þar sem hún lýsir yfir áhuga á að vinna með Sveitarfélaginu Skagafirði að útfærslu á háhraðaneti í dreifbýli í Skagafirði.
Sviðsstjóra falið að ræða við forráðamenn Leiðbeiningarmiðstöðvar.
 
5)      Atvinnumál – erindi frá Skagafjarðarhraðlestinni
Viggó Jónsson og Gísli Sigurðsson, fulltrúar frá Skagafjarðarhraðlesinni kynntu starfsemi hennar og áhuga hennar á samstarfi sveitarfélags og atvinnulífs um atvinnuþróunarstarf.
Rætt var um aðkomu sveitarfélagsins að atvinnumálum og útfærslur á því starfi.
 
6)      Önnur mál
Voru engin
 
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:35
 
Fundinn sátu Snorri Styrkársson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Egilsson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri sem ritaði fundargerð. 
Viggó Jónsson og Gísli Sigurðsson sátu fundinn fyrir hönd Skagafjarðarhraðlestarinnar undir lið 5.