Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

17. mars 2006
 
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur  – 17.03. 2006

Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, þriðjudaginn 17.03.2006, kl. 8:30.

DAGSKRÁ:


 
1)        Niðurstöður íbúakönnunar
2)        Stefnumótun í ferðaþjónustu
3)        Kynningaráætlun
4)        Nýsköpunarsjóður námsmanna
5)        Gagnaveita Skagafjarðar
6)        Sýningin JEC Composities Show 2006
7)        Önnur mál
 
 
AFGREIÐSLUR:

 
1)        Niðurstöður íbúakönnunar
Til fundarins komu formenn Fræðslu- og menningarnefndar og Félags- og tómstundarnefndar, fulltrúi Skagafjarðarlista og sviðsstjóri Fjölskyldusviðs.  Fundarmenn eru sammála um að næsta skref sé að niðurstöður könnunarinnar verði birtar í heild sinni.  Sviðsstjóra falin framkvæmd birtingarinnar.
 
2)        Stefnumótun í ferðaþjónustu
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir frá Ferðamáladeild Hólaskóla kom til fundar og ræddi drög að Stefnumótun í Ferðaþjónustu fyrir Skagafjörð.  Nefndin samþykkir að stefnumótunin verði afgreidd frá nefndinni á næsta fundi hennar.
 
3)        Kynningaráætlun
Þorsteinn Broddason atvinnuráðgjafi SSNV lagði fram til kynningar samantekt um kynningarefni fyrir Skagafjörð.
 
4)        Nýsköpunarsjóður námsmanna
Rætt um samstarf sveitarfélagsins og sjóðsins á undanförum árum þar sem sveitarfélagið hefur lagt til mótframlög til nema sem hafa stundað rannsóknir sem tengjast Skagafirði.  Mikil ánægja hefur verið með samstarfið.
Nefndin samþykkir að veita allt að kr. 1.200.000 til mótframlaga í ár sem tekin verða á lið 13090.
 
5)        Gagnaveita Skagafjarðar
Sviðsstjóri lagði fram til kynningar minnisblað um Gagnaveitu Skagafjarðar sem rætt verður á fundi stjórnar Skagafjarðarveitna síðar í dag.
Atvinnu- og ferðamálanefnd fagnar því að fyrir liggi heildstæðar hugmyndir um háhraðavæðingu þéttbýlis og dreifbýlis í Skagafirði og telur mikilvægt að afstaða verði tekin til málsins sem fyrst.
 
6)        Sýningin JEC Composities Show 2006
            Áður á dagskrá 9. febrúar sl.
            Lagt fram svohljóðandi erindi frá undirbúningsstjórn Hátækniseturs.
 
Í því þróunarstarfi á hátæknisviði sem stefnt er að í Hátæknisetrinu eru rannsóknir og þróun í trefjavinnslu veigamikill þáttur.  Mikilvægt er að Hátæknisetrið afli tengsla við leiðandi aðila í vinnslu og þróun í trefjaiðnaði.  Gríðarleg framþróun er á þessu sviði og á framleiðsla eftir að aukast mikið á næstu árum. 
Stjórnin telur því mikilvægt að Hátæknisetrið eigi fulltrúa á sýningu sem fram fer í París í lok mánaðarins þar sem fjallað er um nýjungar í trefjaiðnaðinum. 
 
Atvinnu- og ferðamálanefnd lýsir ánægju með þá góðu vinnu sem unnin hefur verið á vegum SSNV varðandi mögulega trefjavinnslu á svæðinu. 
Nefndin samþykkir að óska eftir því við SSNV atvinnuráðgjöf að Þorsteinn Broddason atvinnuráðgjafi fari á sýninguna ásamt fulltrúa Hátækniseturs, en Þorsteinn er einn þeirra sem unnið hefur mest að stofnun Hátæknisetursins, auk þess að vera sérfræðingur SSNV varðandi trefjaiðnað.  Atvinnu- og ferðamálanefnd býðst til að greiða kostnað við ferðlag beggja aðila.  Áætlaður kostnaður er um kr. 300.000 sem færist af lið 13090.
 
7)                  Önnur mál
Landsmót hestamanna 2006
Rætt um Landsmót hestamanna og mikilvægi þess fyrir atvinnulíf í Skagafirði.  Atvinnu- og ferðamálanefnd samþykkir að hvetja forráðamenn Landsmóts hestamanna í Skagafirði til að kanna vel möguleika og kosti þess að veitingaaðilar í Skagafirði sjái um veitingasölu á Landsmótinu.

 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:30
Fundinn sátu Gísli Sigurðsson, Jón Garðarson, Bjarni Jónsson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sem ritaði fundargerð. 
 Fundargerð lesin upp og samþykkt.