Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

01. febrúar 2006
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur  – 01.02. 2006

Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki,
þriðjudaginn 01.02.2006, kl. 12:30.

DAGSKRÁ:

1)      Háhraðatengingar í Skagafirði
2)      Hátæknisetur
3)      Niðurstöður íbúakönnunar
4)      Átak til atvinnusköpunar
5)      Önnur mál.
 
 
AFGREIÐSLUR:
1)      Háhraðatengingar í Skagafirði
Árni Gunnarsson frá Leiðbeiningamiðstöðinni ehf. kom til fundar og kynnti hugmyndir sínar um samstarfsverkefni um uppbyggingu háhraðanets í dreifbýli Skagafjarðar.
Nefndin tekur vel í erindi Árna og leggur til að Sveitarfélagið verði aðili að verkefninu.  Sviðsstjóri mun vinna að málinu með Leiðbeiningamiðstöðinni.
Nefndin samþykkir að óska eftir fundi með stjórn Skagafjarðarveitna um aðkomu þeirra að lagningu háhraðatenginga.
 
2)      Hátæknisetur
Farið yfir undirbúning að stofnun Hátækniseturs og næstu skref. Nefndin samþykkir að verja allt að 5 milljónum króna til stofnunar og reksturs Hátækniseturs á Sauðárkróki árið 2006 og verði fjármunirnir teknir af liðnum 13090, önnur framlög til atvinnumála.
 
3)      Niðurstöður íbúakönnunar
Sviðsstjóri kynnti niðurstöður úr viðhorfskönnun meðal íbúa sem IMG Gallup framkvæmdi.  Niðurstöðurnar verða kynntar fyrir sveitarstjórn og fulltrúum í nefndum sveitarfélagsins fimmtudaginn 9. feb. n.k.
 
4)      Átak til atvinnusköpunar
Lagt fram til kynningar bréf frá iðnaðarráðaneytinu um Átak til atvinnusköpunar.  Ákveðið að senda inn umsókn fyrir Hátæknisetur og sviðsstjóra og atvinnuráðgjafa falið að vinna að málinu.
 
5)      Önnur mál.
Voru engin
 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:30
Fundinn sátu Gísli Sigurðsson, Jón Garðarson, Bjarni Jónsson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sem ritaði fundargerð.  Árni Gunnarsson sat fundinn undir lið 1 og Þorsteinn Broddason undir lið 4.
 Fundargerð lesin upp og samþykkt.