Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

20. desember 2005
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur  – 20.12. 2005

Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki,
þriðjudaginn 20.12.2005, kl. 16:00.

DAGSKRÁ:

 
1)  Hátæknisetur á Sauðárkróki
2)      Önnur mál.
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.      Hátæknisetur á Sauðárkróki
Rætt var um næstu skref varðandi stofnun Hátækniseturs á Sauðárkróki í samræmi við þá vinnu sem farið hefur fram á árinu.
Nefndin ákveður að skipa undirbúningsnefnd sem skal vinna að stofnun setursins.  Stefnt skal að því að formleg stofnun þess fari fram í lok janúar. 
Í nefndinni sitja Bjarni Jónsson, Gísli Sigurðsson og Gunnar Bragi Sveinsson.  Sviðsstjóri og atvinnuráðgjafi SSNV munu vinna með nefndinni að stofnun setursins ásamt Sveini Ólafssyni frá Háskóla Íslands. 
 
2)      Önnur mál.
Voru engin.
 
 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:30
Fundinn sátu Gísli Sigurðsson, Jón Garðarson, Bjarni Jónsson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sem ritaði fundargerð.  Þorsteinn Broddason og Gunnar Bragi Sveinsson sátu fundinn undir lið 1.
 Fundargerð lesin upp og samþykkt.