Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

09. september 2005
ATVINNU- OG FERÐAMÁLANEFND SKAGAFJARÐAR
Fundur  – 09.09. 2005
 
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki,
föstudaginn 09.09.2005, kl. 13:00.
 
DAGSKRÁ:
1)      Skemmtiferðaskip í Skagafirði
2)      BIRRA - staða og næstu skref
3)      Kynningaráætlun fyrir Skagafjörð
4)      Hátæknisetur - næstu skref
5)      Framtíð fiskeldis í Fljótum
6)      Erindi frá Knattspyrnuskóla Íslands um kynningarmál
7)      Önnur mál
 
AFGREIÐSLUR:
1)      Skemmtiferðaskip í Skagafirði
Kjartan Lárusson kom til fundar og fjallaði um möguleika á því að fá gesti af skemmtiferðaskipum til Skagafjarðar. 
Nefndin telur að kanna þurfi hug aðila í ferðaþjónustu til þessa máls og einnig tengja það við þá vinnu sem þegar er hafin varðandi stefnumótun í ferðaþjónustu. 
 
2)      BIRRA - staða og næstu skref
Sviðsstjóri greindi frá stöðu málsins en fyrir dyrum stendur að framkvæma könnun á notkun fyrirtækja í Skagafirði á upplýsingatækni og háhraðatengingum.
 
3)      Kynningaráætlun fyrir Skagafjörð
Sviðsstjóri kynnti stöðu vinnu við kynningaráætlun.  Samþykkt að fela sviðsstjóra að ræða við Félags- og tómstundanefnd og Fræðslu- og menningarnefnd varðandi mögulega aðkomu nefndanna að könnun á viðhorfum íbúa til þjónustu sveitarfélagsins.
 
4)      Hátæknisetur - næstu skref
Fjallað um stöðu málsins.  Hugmyndir um Hátæknisetur var kynnt fyrir iðnaðarráðherra í sumar og voru undirtektir góðar.  Ákveðið að óska eftir fundi með forsvarsmönnum Iðntæknistofnunar og kynna þeim málið.  Jafnframt verði unnið áfram að undirbúningi málsins.
 
5)      Framtíð fiskeldis í Fljótum
Rætt var við ráðherra iðnaðar- og byggðamála í sumar um framtíð fiskeldismannvirkja í Fljótum.  Niðurstaða þeirra viðræðna var að fara yfir málið með fulltrúum Nýsköpunarsjóðs, iðnaðarráðaneytis og sveitarfélagsins.  Sviðsstjóra falið að undirbúa viðræður.
 
6)      Erindi frá Knattspyrnuskóla Íslands um kynningarmál
Lagt fram erindi frá Knattspyrnuskóla Íslands þar sem farið er fram á styrk vegna kynningar á skólanum sem viðburði á Sauðárkróki.  Nefndin samþykkir að styrkja skólann um 50.000 kr.
 
7)      Önnur mál
 
 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.20
Fundinn sátu Gísli Sigurðsson, Bjarni Jónsson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sem ritaði fundargerð.  Jón Garðarson forfallaðist.  Fundargerð lesin upp og samþykkt