Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

28. desember 2004
ATVINNU- OG FERÐAMÁLANEFND SKAGAFJARÐAR
Fundur  – 28.12.2004.
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Safnahúsinu á Sauðárkróki, fimmtudaginn 28. desember 2004, kl. 11:00.

DAGSKRÁ:
1) Erindi frá JRJ jeppaferðum
2) Erindi frá Sveini Ólafssyni um Hátæknisetur á Sauðárkróki.
3) Erindi frá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar.
4) Erindi frá Leiðbeiningarmiðstöðinni, frá síðasta fundi.
5) Samstarfsverkefni um miðlun fornleifarannsókna og sögustaða í Skagafirði.
6) Broadband in rural areas – umsókn til Northern Pheriphery áætlunarinnar.
7) Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:
1) Erindi frá JRJ jeppaferðum
Tekið fyrir erindi frá JRJ jeppaferðum, ódagsett, þar sem farið er fram á styrk til kynningar á Skagafirði sem áfangastað fyrir ráðstefnur.
Nefndin samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 350.000, að því gefnu að öllum þjónustuaðilum í Skagafirði verði gefinn kostur á því að kynna sína starfsemi í því kynningarefni sem um ræðir.  Sviðsstjóra og atvinnuráðgjafa ANVEST falið að vinna að málinu.
Jón Garðarson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.
 
2) Erindi frá Sveini Ólafssyni um Hátæknisetur á Sauðárkróki.
Tekið fyrir erindi frá Sveini Ólafssyni, sérfræðing við Raunvísindastofun Háskóla Íslands, ódagssett, þar sem farið er fram á forverkefnisstyrk til gerðar viðskiptaáætlunar vegna uppbyggingu og skipulagningar hátækniseturs á Sauðárkróki.
Nefndin samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 1.000.000. og taka fjármunina af liðnum ógreiddar fjárveitingar sem lagðar voru til hliðar árið 2003.
 
3) Erindi frá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar.
Tekið fyrir erindi frá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar, Rögnvaldi Guðmundssyni, dags. 7.12.2004, þar sem sótt er um styrk til útgáfu sögukorts af Norðurlandi vestra.
Nefndin samþykkir að verða ekki við erindinu en vill skoða þörf á sögukortagerð í héraðinu með safnafólki á svæðinu.
 
4) Erindi frá Leiðbeiningarmiðstöðinni, frá síðasta fundi.
Frestað þar sem fulltrúi Leiðbeiningarmiðstöðvarinnar komst ekki til fundar.
 
5) Samstarfsverkefni um miðlun fornleifarannsókna og sögustaða í Skagafirði.
Nefndin samþykkir að leggja allt að kr. 400.000 til að vinna að miðlun fornleifarannsókna og sögustaða í Skagafirði í samstarfi við Fornleifadeild Byggðasafnsins og Hólarannsókn.
Samþykkt að óska eftir fundi með hlutaðeigandi.
 
6) Broadband in rural areas – umsókn til Northern Pheriphery áætlunar Evrópusambandsins.
Sviðsstjóri kynnti tölvupóst frá stjórnendum verkefnisins BIRRA sem kynnt var á fundi nefndarinnar 7.10. sl. þar sem fram kemur að verkefnið hafi hlotið styrk frá Northern Pheriphery áætlun Evrópusambandsins.  Málið verður rætt nánar í janúar.
 
7) Önnur mál.
a) Uppgjör vegna Nýsköpunarsjóðs námsmanna. 
Niðurstaða sumarsins var að átta verkefni voru fjármögnuð sameiginlega af Nýsköpunarsjóði námsmanna og Sveitarfélaginu Skagafirði og kostnaður sveitarfélagsins var 880.000 kr. Málið var áður rætt í nefndinni þann 24.02. sl. og fjárveitingar til þess ákveðnar þá.
 
b) Uppgjör vegna starfsþjálfunar iðnnema í samstarfi við FNV.
Lagt fram minnisblað frá atvinnuráðgjafa um uppgjör vegna starfsþjálfunar iðnnema í samstarfi við FNV.  Niðurstaðan var sú að þrjú verkefni fóru í gang, tvö kláruðust og heildarkostnaður sveitarfélagsins vegna þessara verkefna var kr. 188.715.  Fjárveitingar til verkefnisins voru byggðar á viljayfirlýsingu sem undirrituð var undir lok síðasta árs. Ákveðið að taka fjármunina af liðnum ógreiddar fjárveitingar sem lagðar voru til hliðar árið 2003.
Nefndin samþykkir að kanna nánar á komandi mánuðum hvort ástæða sé til að halda verkefninu áfram á næsta ári.
 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:45.
Fundinn sátu Gísli Sigurðsson, Bjarni Jónsson, Jón Garðarsson, Þorsteinn Broddason og Áskell Heiðar Ásgeirsson sem ritaði fundargerð.