Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

17. september 2004
ATVINNU- OG FERÐAMÁLANEFND SKAGAFJARÐAR
Fundur  – 17.09.2004
 
Fundur í Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, haldinn í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, föstudaginn 17.09.2004 kl. 15:30.
 
DAGSKRÁ:
1)      Kynning á möguleikum Skagafjarðar til búsetu og frekari atvinnuuppbyggingar.
2)      Könnun á starfskjörum fólks í mismunandi atvinnugreinum innan sveitarfélagsins.
3)      Nýbyggingar og hækkun á fasteignaverði á Sauðárkróki.
4)      Opnun heilsárs upplýsingamiðstöðvar fyrir Norðurland vestra í Skagafirði. Stefnumót við ferðaþjónustuaðila. Tilnefning fulltrúa í fagráð.
5)      100 ára afmæli fyrsta skíðamóts á Íslandi, sem haldið var í Barðshyrnu í Fljótum. Erindi frá Trausta Sveinssyni.
6)      Önnur mál.
 
AFGREIÐSLUR:
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna, en nýr fulltrúi, Gísli Sigurðsson tekur nú sæti í nefndinni.  Gísli verður varaformaður nefndarinnar.
 
1)      Kynning á möguleikum Skagafjarðar til búsetu og frekari atvinnuuppbyggingar.
Bjarni fjallaði um skort á kynningarefni fyrir fólk og fyrirtæki um þá möguleika sem Skagafjörður hefur upp á að bjóða fyrir nýja íbúa sem og ný fyrirtæki.  Einnig um að bæta mætti upplýsingastreymi til núverandi íbúa frá sveitarfélaginu. 
Margt hefur verið vel gert s.s. kynningarblað síðastliðið sumar vegna landsmóts og ný heimasíða sveitarfélagsins.
Jón lagði til að unnið yrði að frekari stefnumörkun í atvinnu- og búsetumálum. 
Sviðsstjóra falið að vinna að málinu og leggja fram tillögur um næstu skref.
 
2)      Könnun á starfskjörum fólks í mismunandi atvinnugreinum innan sveitarfélagsins.
Bjarni ræddi um fjölbreytt atvinnulíf í Skagafirði og umræðu sem uppi er um laun á svæðinu.
Sviðsstjóra falið að afla gagna og leggja málið fyrir nefndina.
 
3)      Nýbyggingar og hækkun á fasteignaverði á Sauðárkróki.
Sviðsstjóri kynnti samantekt um nýbyggingar og hækkun fasteignaverðs í Skagafirði.
Um 70 íbúðir hafa verið byggðar eða eru í byggingu í Sveitarfélaginu Skagafirði frá byrjun árs 2003.  Því til viðbótar hafa verið byggð rúmlega 10 einbýlishús og leyfi veitt fyrir nokkrum viðbyggingum við einbýlishús á sama tíma.  Stór hluti þessara bygginga eru utan Sauðárkróks og til að mynda eru um 40 íbúðir í byggingu á Hólum vegna stækkunar Háskólans á Hólum.
Nefndin fagnar þeirri aukningu sem verið hefur í byggingu íbúða og þeirri eftirspurn sem virðist vera eftir húsnæði í sveitarfélaginu.
 
4)      Opnun heilsárs upplýsingamiðstöðvar fyrir Norðurland vestra í Skagafirði. Stefnumót við ferðaþjónustuaðila. Tilnefning fulltrúa í fagráð.
Sviðsstjóri ræddi um samning um rekstur upplýsingamiðstöðvarinnar og kynnti nýjan forstöðumann Jakob Frímann Þorsteinsson sem sat fundinn undir þessum lið.  Jakob falið að vinna að undirbúningi fundar þar sem samningurinn yrði kynntur og ferðaþjónustuaðilum boðið til viðræðna um ferðaþjónustu á starfssvæði miðstöðvarinnar.  Samþykkt að tilnefna Guðrúnu Þóru Gunnarsdóttur og Áskel Heiðar Ásgeirsson í fagráð upplýsingamiðstöðvarinnar fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
 
5)      100 ára afmæli fyrsta skíðamóts á Íslandi, sem haldið var í Barðshyrnu í Fljótum. Erindi frá Trausta Sveinssyni.
Lagt fram erindi frá Trausta Sveinssyni um hátíðarhöld vegna 100 ára afmælis fyrsta skíðamóts á Íslandi, sem haldið var í Barðshyrnu í Fljótum 1905.  Nefndin fagnar því frumkvæði sem Trausti sýnir og samþykkir að styrkja hann um kr. 130.000 til frekari vinnu að verkefninu, auk þess sem nefndin ákveður að leggja fram vinnu sviðstjóra við mótun og undirbúning verkefnisins.
 
6)      Önnur mál.
Voru engin.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:30.
Fundinn sátu Gísli Sigurðsson, Jón Garðarsson, Bjarni Jónsson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sem ritaði fundargerð. 
Fundargerð lesin upp og samþykkt.