Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

86. fundur 14. nóvember 2012 kl. 17:00 - 18:50 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarni Jónsson formaður
  • Viggó Jónsson varaform.
  • Ingvar Björn Ingimundarson ritari
  • Gunnsteinn Björnsson áheyrnarftr.
  • Árni Gísli Brynleifsson áheyrnarftr.
  • Sigfús Ingi Sigfússon starfsm. mark.- þróunarsviðs
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Ferðaþjónusta og kynningarmál

Málsnúmer 1211099Vakta málsnúmer

Rætt um stefnumótun fyrir ferðaþjónustu í Skagafirði og útgáfu- og kynningarmál ferðaþjónustunnar í Skagafirði. Verkefnastjóra í atvinnumálum falið að ræða við forsvarsmenn Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði um framhaldið og næstu skref.

2.Umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2012/2013

Málsnúmer 1209095Vakta málsnúmer

Samþykkt að leggja til sömu efnislegu breytingar og frá fyrra ári á reglugerð um úthlutun á byggðakvóta til fiskiskipa. Samþykkt að hvað vinnsluskyldu í sveitarfélaginu varðar verði miðað við 85% af því aflamarki sem fiskiskip fá úthlutað í gegnum byggðakvóta á tímabilinu.

3.Ályktun um minka- og refaveiði

Málsnúmer 1211098Vakta málsnúmer

Atvinnu- og ferðamálanefnd samþykkir eftirfarandi ályktun:

Atvinnu- og ferðamálanefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja nauðsynlegt fjármagn til refa- og minkaveiði í fjárlögum fyrir árið 2013 og að heimila endurgreiðslu virðisaukaskatts að fullu til sveitarfélaga vegna veiðanna.
Á liðnum árum hefur ríkið veitt sífellt minna fjármagni til málaflokksins og er svo komið að engu fjármagni er varið í refaveiði og litlu í minkaveiði.
Er þetta afar bagalegt þar sem ótvíræðar vísbendingar eru um fjölgun dýra í refastofnum og sýna rannsóknir fram á að refastofnar hafa tífaldast á 30 árum. Má í þessu sambandi m.a. benda á að ný greni finnast sífellt nær byggð í Skagafirði en áður hefur verið.
Vegna fjárskaðans sem hlaust af óveðrinu sem gekk yfir í september sl. má leiða líkum að því að refurinn muni í vetur hafa meira fæðuframboð en á liðnum árum og stofnunum vaxi því enn ásmegin. Afleiðingarnar verða frekari fækkun fugla og aukin tíðni dýrbitins sauðfjár.
Atvinnu- og ferðamaálanefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar telur nauðsynlegt að aftur verði teknar upp greiðslur úr ríkissjóði til fækkunar refa þannig að unnt sé að halda refastofnum í hæfilegri stærð og í jafnvægi við annað lífríki náttúrunnar.

4.Fjárhagsáætlun 2013 - Atvinnu- og ferðamál

Málsnúmer 1211100Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs kynnti drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 13 - atvinnu- og ferðamál.

Atvinnu- og ferðamálanefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokkinn að upphæð kr. 35.500.000,-

Fundi slitið - kl. 18:50.