Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

112003. fundur 27. nóvember 2003
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur  – 27.11.2003.
 
 
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, fimmtudaginn 27.11. 2003, kl. 11:30.
 
Dagskrá:
1)      Erindi frá Gallup – lagt fram til kynningar.
2)      Gönguleiðakort af framsveitum Skagafjarðar.
3)      Steinsstaðir.
4)      Erindi frá Friðriki R. Friðrikssyni og Jóhönnu Sigurðardóttur um Steinsstaði.
5)      Erindi frá Klöru Jónsdóttur og Sigurði Friðrikssyni um Steinsstaði.
6)      Erindi frá Handverksfélaginu Fléttunni.
7)      Fjárhagsáætlun fyrir 2004.
8)      Önnur mál.
 
Afgreiðslur:
 
1)      Erindi frá Gallup – lagt fram til kynningar
Bjarni Jónasson frá IMG Gallup kom á fundinn og kynnti hugmyndir sínar um markaðssetningu Skagafjarðar og tillögu að rannsóknum á lífsgæðum.
 
2)  Gönguleiðakort af framsveitum Skagafjarðar
Sviðsstjóri gerði grein fyrir þeirri vinnu sem farið hefur fram varðandi verkefnið frá 1.10. sl. þegar honum var falið að vinna að því. 
Atvinnu- og ferðamálanefnd ákveður að ráðast í útgáfu á korti af ferðaleiðum í framsveitum Skagafjarðar.  Kortið afmarkist af Hofsjökli í suðri, Varmahlíð í norðri, Blöndulóni í vestri og Nýjabæjarfjalli í austri.  Á kortinu skulu vera gönguleiðir, raftingleiðir, reiðhjólaleiðir og einnig reiðleiðir, verði því við komið.  Á bakhlið skulu vera leiðarlýsingar og upplýsingar um áhugaverða staði.
Í ljósi þess að sviðsstjóri hefur sérþekkingu á sviði kortagerðar og vann m.a. tvö kort af Skagafirði og nágrenni árið 2001 felur nefndin sviðsstjóra að annast alla vinnu við gerð kortsins og ritstjórn á bakhlið þess auk þess að kanna möguleika á utanaðkomandi styrkjum til verkefnisins.
Jafnframt ákveður nefndin að kalla skipulags- og byggingarfulltrúa til fundar um göngu- og reiðleiðir í Skagafirði.
 
3)   Steinsstaðir
Atvinnu- og ferðamálanefnd mælir með því við Byggðaráð að húseignir á Steinsstöðum verði auglýstar til leigu á grundvelli tillögu 1 í skýrslu INVEST um Steinsstaði.  Skýrsluna má finna á www.anv.is.
Sviðsstjóra falið að leggja fram uppkast að auglýsingu og vinnuferli við meðferð umsókna á næsta fundi nefndarinnar.
 
4)      Erindi frá Friðriki R. Friðrikssyni og Jóhönnu Sigurðardóttur um Steinsstaði.
Sviðsstjóra falið að svara erindinu með vísan til afgreiðslu á 3. liðs.
 
5)      Erindi frá Klöru Jónsdóttur og Sigurði Friðrikssyni um Steinsstaði.
Sviðsstjóra falið að svara erindinu með vísan til afgreiðslu á 3. liðs.
 
6)      Erindi frá Handverksfélaginu Fléttunni.
Samþykkt að styrkja Handverksfélagið Fléttuna um 200.000 kr. vegna samkeppni um minjagrip fyrir svæðið Út að austan í Skagafirði.
 
7)      Fjárhagsáætlun fyrir 2004.
Frestað til næsta fundar.
 
8)      Önnur mál.
Erindi frá Elínu H. Sigurjónsdóttur varðandi Steinsstaði lagt fram til kynningar.
 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:00.
Fundinn sátu Viðar Einarsson, Jón Garðarsson, Bjarni Jónsson, Þorsteinn Broddason og Áskell Heiðar Ásgeirsson sem ritaði fundargerð. 
Fundargerð lesin upp og samþykkt.