Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

52003. fundur 20. ágúst 2003

Atvinnu- og ferðamálanefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar
fundur í hátíðarsal Háskólans á Hólum 20. ágúst 2003 kl: 13.00

DAGSKRÁ:
  1. Fiskeldi í Fljótum – framtíðarmöguleikar
  2. Málefni Loðskinns
  3. Framtíðarstefnumörkun á Steinsstöðum
  4. Framtíð Upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð
  5. Málefni Höfða ehf. í Hofsósi.
  6. Gönguleiðir á Tröllaskaga
  7. Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
 
1.   Fiskeldi í Fljótum - framtíðarmöguleikar
Rætt var um stöðu mála varðandi fiskeldisstöðina á Lambanesreykjum í Fljótum. Slátrun og sölu á barra, sem fyrirtækið Sægull hefur annast, er að ljúka og framundan er vinna við að skoða möguleika á framtíðarnýtingu stöðvarinnar.
 
Skúli Skúlason skólameistari og Helgi Thorarensen frá Hólaskóla ræddu hugsanlega aðkomu skólans að uppbyggingu í Fljótum og þakkaði Skúli það frumkvæði Atvinnu- og ferðamálanefndar að leita til Hólaskóla með samstarf um málið.
 
Rætt var um þá þekkingu sem myndast hefur í Skagafirði í tengslum við Evrópuverkefni tengt fiskeldi, uppbyggingu fiskeldisrannsókna og þróunarstarfs á síðustu árum og þá aðstöðu, sem Hólaskóli hefur þegar byggt upp.
 
Atvinnu- og ferðamálanefnd ákveður að fela Hólaskóla að vinna greinargerð um möguleika á nýtingu fiskeldisstöðvarinnar á Lambanesreykjum.  Í framhaldi af þeirri vinnu verði málið rætt formlega við forsvarsmenn Nýsköpunarsjóðs, sem eru núverandi eigendur stöðvarinnar.  Nefndin ákveður að láta kr. 300.000 til greinargerðarinnar.
 
Skúli Skúlason og Helgi Thorarensen viku af fundi.
 
2.   Málefni Loðskinns
Þorsteinn Broddason kynnti stöðu samningaviðræðna við Kaupþing-Búnaðarbankann varðandi framtíð Loðskinns.  Nefndin ákveður að óska eftir fundi með fulltrúum Búnaðarbankans hið fyrsta.
 
3.   Framtíðarstefnumörkun á Steinsstöðum
Þorsteinn Broddason afhenti drög að skýrslu sem hann kallar Steinsstaðir - Atvinnuuppbygging að afloknu skólastarfi.
Ákveðið að ræða málið á næsta fundi.
 
4.   Framtíð upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð
Áskell Heiðar sagði frá vinnu við greinargerð um framtíð upplýsingamiðstöðvarinnar, sem Stella Hrönn Jóhannsdóttir mun vinna og liggja mun fyrir í lok september.  Nefndin samþykkir að greiða kostnað við verkefnið sem áætlað er að verði 500.000 kr.
 
5.   Gjaldþrot Höfða ehf.
Áskell Heiðar sagði frá gjaldþroti Höfða ehf. í Hofsósi.
Nefndin leggur áherslu á að vinnu við endurúthlutun byggðakvóta í samráði við Byggðastofnun verði hraðað með það fyrir augum að vinnsla í því húsnæði sem Höfði hafði til umráða í Hofsósi hefjist aftur hið fyrsta.
 
6.   Gönguleiðir á Tröllaskaga
Hjalti Þórðarson og Broddi Reyr Hansen kynntu útgáfu gönguleiðakorts af Tröllaskaga.  Vinnu við kortagerð og leiðarlýsingar er að mestu lokið og stefnt er á útgáfu kortsins í haust.
Hjalti og Broddi viku af fundi.
 
7.   Önnur mál
Formaður minnti á borgarafund um atvinnumál og framfaramál í Fljótum, sem haldinn verður í Ketilási í næstu viku og hvatti nefndarmenn til að mæta.
 
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundinn sátu Viðar Einarsson, Jón Garðarsson og Bjarni Jónsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Þorsteinn Broddason og á hann komu Skúli Skúlason, Helgi Thorarensen, Valgeir Backman, Hjalti Þórðarson og Broddi Reyr Hansen.
Fundargerð samþykkt.
Áskell Heiðar Ásgeirsson, sviðsstjóri ritaði fundargerð