Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

70. fundur 02. maí 2002
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar

Fundur 70  – 02.05.2002

 
Fimmtudaginn 2. maí árið 2002 kom atvinnu- og ferðamálanefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar kl. 0815.
 Mætt: Stefán Guðmundsson, Ingibjörg Hafstað, Bjarni Ragnar Brynjólfsson og Sveinn Árnason. 
DAGSKRÁ: 
1.      Samningar við atvinnuþróunarfélagið Hring.
2.      Önnur mál
  
AFGREIÐSLUR:
1.      Stefán Guðmundsson kynnti tvo saminga milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Atvinnuþróunarfélagsins Hrings.  I: Samning um að Hringur hf taki að sér rekstur ferðamálafulltrúa Skagafjarðar árið 2002; samningsupphæð er 3,8 milljónir króna. Samningnum fylgir verklýsing ferðamálafulltrúa.  II: Samning um að Hringur hf taki
að sér rekstur Upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð árið 2002; samningsupphæð
er 2 milljónir króna.  Skilyrt er að Alþýðulist hafi áfram aðstöðu til sölu handverks í upplýsingamiðstöðinni. 

2.      Önnur mál voru engin.
 
Fleira ekki gert og fundi slitið.