Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

60. fundur 16. maí 2001
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur  60 – 16.05.2001

Miðvikudaginn  16. maí árið 2001 kom atvinnu- og ferðamálanefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
Mættir:  Brynjar Pálsson, Einar Gíslason og Stefán Guðmundsson.
DAGSKRÁ:
           1.      Samningur við Hring – Atvinnuþróunarfélag Skagafjarðar um starf
                  ferðamála- og markaðsfulltrúa.
            2.      Aðalskipulag Skagafjarðar:  Árni Ragnarsson og Jón Örn Berndsen
                  koma á fundinn.
            3.      Bréf frá Jóni Eiríkssyni, Fagranesi.
            4.      Lagt fram bréf frá Ferðamiðstöð Skagafjarðar.
AFGREIÐSLUR:
1.       Lagðir fram samningar varðandi starf ferða- og markaðsfulltrúa og um rekstur upplýsingamiðstöðvar í Varmahlíð.  Samningurinn gerir ráð fyrir að ráðinn verði ferða- og markaðsfulltrúi í hálft starf frá og með 1. júní 2001.  Starfsmaðurinn heyrir undir framkvæmdastjóra Hrings og stjórn félagsins á samningstímanum.  Einnig tekur Hringur ehf að sér að reka upplýsingamiðstöðina í Varmahlíð í samræmi við samþykktir Ferðasmiðjunnar og þeirra reglna sem gilda um upplýsingamiðstöðvar landsins.
2.       Árni Ragnarsson og Jón Örn Berndsen komu á fundinn.  Árni og Jón gerðu grein fyrir þeirri vinnu sem í gangi er við gerð aðalskipulags fyrir Skagafjörð.  Miklar umræður voru um atvinnu- og ferðamál, tengdar gerð aðalskipulagsins.
3.       Borist hefur bréf frá Jóni Eiríkssyni, Fagranesi.  Atvinnu- og ferðamálanefnd samþykkir að veita Jóni leyfi til að flytja ferðamenn til Drangeyjar í sumar og að leigja honum eyjuna til nytja til eins árs.  Ákveðið að boða Jón á næsta fund nefndarinnar.
4.       Lagt fram til kynningar bréf frá Ferðamiðstöð Skagafjarðar.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
                                            Ritað:  Einar Gíslason