Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

41. fundur 12. janúar 2000
 Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur 41 – 12.01.2000

    Miðvikudaginn 12. janúar árið 2000 kom atvinnu- og ferðamálanefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
    Mættir: Brynjar Pálsson, Einar Gíslason, Stefán Guðmundsson og Sveinn Árnason.
DAGSKRÁ:
    1. Ferðamál.
    2. Samstarf við Invest.
AFGREIÐSLUR:
  1. Á fundinn mættu Deborah Robinson og Orri Hlöðversson. Lögð fram greinargerð Bjarna Freys Bjarnasonar um markaðsátak ferðaþjónustu í Skagafirði. Rætt um ferðaþjónustu í Skagafirði. Kynnt tilraunaverkefni varðandi ferðaþjónustu í Skagafirði. Ákveðið að vinna áfram að málinu.
  2. Rætt um samstarf við Invest og framtíðaráform. Orra og Stefáni falið að ræða málið við forseta sveitarstjórnar, formann byggðarráðs og sveitarstjóra.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Stefán Guðmundsson
Brynjar Pálsson
Einar Gíslason
Sveinn Árnason