Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

98. fundur 13. apríl 2022 kl. 11:00 - 12:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir varaform.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir varam.
    Aðalmaður: Ragnheiður Halldórsdóttir
  • Auður Björk Birgisdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Heba Guðmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Heba Guðmundsdóttir Verkefnastjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar var samþykkt að taka fyrir með afbrigðum mál 2204087-Styrkbeiðni vegna bæjarhátíðar.

1.Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2022

Málsnúmer 2204061Vakta málsnúmer

Á setningu Sæluviku Skagfirðinga 2022 verða í sjöunda sinn veitt Samfélagsverðlaun Skagafjarðar. Verðlaunin eru veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Sveitarfélaginu Skagafirði sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd bárust fjölmargar og afar góðar tilnefningar til Samfélagsverðlauna Skagafjarðar. Nefndin samþykkir að veita Helgu Bjarnadóttur Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2022. Helga hefur á langri ævi komið að fjölmörgum verkum sem hafa markað samfélag Skagafjarðar með jákvæðum hætti. Í nærri aldarfjórðung hefur hún, hálfsmánaðarlega yfir vetrartímann, staðið fyrir samkomum fyrir eldri borgara á Löngumýri, lengst af með nágrannakonu sinni Indu í Lauftúni. Helga hefur verið driffjöðrin í gönguhópi í Varmahlíð um langa hríð, staðið fyrir bókaútgáfu, verið meginstoð í Kvenfélagasambandi Skagafjarðar og svo mætti telja. Hún hefur um árabil séð um blómagarðinn á Löngumýri og fer gjarnan samhliða í garðverk til nágranna sinna sem eiga erfitt með slíkt. Heimsóknir til dægrastyttingar einbúum eru reglubundinn þáttur og ávallt er hún boðin og búin að rétta hjálparhönd stórum sem smáum. Hún á að baki farsælan feril sem barnakennari og skólastjóri og hafði einstaklega góð og mótandi áhrif á nemendur sína. Helga Bjarnadóttir er sannarlega verðugur handhafi Samfélagsverðlauna Skagafjarðar.

2.Reglur um Byggðakvóta

Málsnúmer 2204078Vakta málsnúmer

Sveitarfélagið Skagafjörður sótti um breytingar á reglum um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2021/2022 líkt og undanfarin ár. Markmið með breytingunum var að fiskiskipum sé heimilt að landa afla sínum hvar sem er innan sveitarfélagsins. Fengust breytingar á reglugerðinni og er ákvæði 1. málsl. 1.mgr. 6.gr. reglugerðarinnar nú: "Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta innan sveitarfélagsins". Komið hefur í ljós að úthlutun byggðakvóta er ekki í samræmi við ætlun sveitarfélagsins um að heimilt sé að landa afla hvar sem er innan sveitarfélagsins. Ljóst er að einnig þarf að breyta orðalagi í 4. gr. reglugerðar um úthlutun byggðakvóta þar sem orðið byggðarlag verður sveitarfélag fyrir næstu úthlutun. Gagnrýna má stuttan kærufrest og litlar leiðbeiningar frá Fiskistofu og ráðuneyti til umsækjenda um kvóta.

3.Styrkbeiðni vegna bæjarhátíðar

Málsnúmer 2204087Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrkbeiðni frá Íbúasamtökunum Byggjum upp Hofsós og nágrenni, en samtökin stefna á að halda Bæjarhátíðina Hofsós Heim í sumar líkt og hefð er orðin fyrir.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar framtakinu og samþykkir að veita styrk að upphæð 300.000 krónur.
Auður Björk Birgisdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

Fundi slitið - kl. 12:00.