Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

94. fundur 30. nóvember 2021 kl. 13:30 - 15:02 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir varaform.
  • Ragnheiður Halldórsdóttir ritari
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri
  • Heba Guðmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ólafur Guðmundsson Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Ósk um áframhaldandi rekstrarstuðningi við Ljósheima

Málsnúmer 2111148Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sigurpáli Aðalsteinssyni og Kristínu Magnúsdóttur f.h. Videosport ehf dagsett, 16.11.2021, um áframhaldandi rekstrarstuðning við rekstur Félagsheimilisins Ljósheima. Um er að ræða stuðning við greiðslu á orkukostnaði fyrir húsið.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita áframhaldandi rekstrarstuðning vegna orkukostnaðar til 1. maí 2022.

2.Fjárhagsáætlun 2022 - málaflokkur 05 - Menningarmál

Málsnúmer 2110022Vakta málsnúmer

Tekin fyrir fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 fyrir málaflokk 05.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar henni til byggðaráðs.

3.Fjárhagsáætlun 2022 - málaflokkur 13 - Atvinnu- og kynningarmál

Málsnúmer 2110023Vakta málsnúmer

Tekin fyrir fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 fyrir málaflokk 13.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar henni til byggðaráðs.

4.Samráð; Drög að reglugerð um minjasvæði og minjaráð

Málsnúmer 2111197Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 22. nóvember 2021 þar sem mennta- og menningarmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 219/2021, "Drög að reglugerð um minjasvæði og minjaráð". Umsagnarfrestur er til og með 06.12.2021.

5.Samráð: Reglur um Kvikmyndasjóð

Málsnúmer 2111211Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 22. nóvember 2021 þar sem mennta- og menningarmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 220/2021, "Reglugerð um Kvikmyndasjóð". Umsagnarfrestur er til og með 13.12.2021.

6.Flugklasinn Air 66N

Málsnúmer 2003294Vakta málsnúmer

Lögð fram samantekt um starfsemi Flugklasans Air 66N frá Markaðsstofu Norðurlands fyrir tímabilið 9. apríl - 26. okt 2021.

Fundi slitið - kl. 15:02.