Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

80. fundur 07. október 2020 kl. 09:00 - 10:37 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Sigríður Magnúsdóttir varaform.
  • Ragnheiður Halldórsdóttir ritari
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri
  • Heba Guðmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ólafur Guðmundsson Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Undanþága frá mótframlagi við Byggðakvóta

Málsnúmer 2008254Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 79. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.
Sveitarfélagið sendi erindi á Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um undanþágu frá mótframlagi byggðakvóta fyrir Maró slf.
Svar barst frá ráðuneytinu 9. september þar sem undanþágu frá mótframlagi byggðakvóta fyrir Maró slf var hafnað.

2.Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga og sérreglur sveitarfélaga um úthlutun

Málsnúmer 2009121Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, dagsett 11. september 2020 varðandi beiðni um sérreglur vegna byggðakvóta fiskveiðiárið 2020/2021.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd leggur til eftirfarandi breytingar á reglugerð nr 728/2020 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2020/2021 í Sveitarfélaginu Skagafirði:

1.
Nýtt ákvæði 4. greinar reglugerðarinnar verður: "Hámarksúthlutun fiskiskipa yfir 50 brúttótonnum af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi byggðarlags verður 14 þorskígildistonn á skip.“

2.
Í 6. grein reglugerðarinnar verði veitt undanþága frá löndun til vinnslu. Til vara að bátar undir 50 brúttótonnum fái undanþágu frá löndun til vinnslu.

3.
Þá leggur atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd til að ákvæði 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verði: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðarkvóta innan sveitarfélagsins.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að senda inn ofangreindar tillögur ásamt rökstuðningi.

3.Markaðsátak - Skagafjörður sem búsetukostur

Málsnúmer 2006237Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að fresta áður ákveðnu markaðsátaki fyrir Skagafjörð sem álitlegum búsetukosts til næsta vors. Málið krefst vandaðs undirbúnings og telur nefndin rétt að gefa sér góðan tíma. Málinu vísað til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.

4.Uppsögn á rekstrarsamningi - Ljósheimar

Málsnúmer 2009200Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Þresti Jónssyni dagsett 31.08.2020 um að endurnýja ekki rekstarsamning vegna Félagsheimililsins Ljósheima.
Atvinnu-, menningar og kynningarnefnd felur starfmönnum að auglýsa rekstur Félagsheimilisins Ljósheima. Umsækjendur geri grein fyrir hugmyndum að nýtingu hússins í umsókninni.

5.Hönnunarstaðall fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð

Málsnúmer 2006235Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fór yfir tilboð í gerð hönnunarstaðals og samþykkir að ganga til samninga við Ólína Design um vinnslu hönnunarstaðals fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð.

6.Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2020

Málsnúmer 2010026Vakta málsnúmer

Tekið fyrir tilnefningar til samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2020. Alls bárust 21 tilnefning og þakkar nefndin fyrir margar góðar tilnefningarnar.
Atvinnu-, menningar og kynningarnefnd samþykkir að veita Helgu Sigurbjörnsdóttur Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2020.

Helga hefur lagt drjúgan skerf til félags- og framfaramála á Sauðárkróki í marga áratugi. Hún starfaði sem leikskólastjóri í mörg ár og lagði grunninn að því faglega og umhyggjusama starfi sem leikskólarnir sinna í Skagafirði. Auk langs og farsæls
starfsferils í þágu barna á Sauðárkróki hefur Helga verið mikilsvirt og öflug kvenfélagskona og formaður Kvenfélags Sauðárkróks um árabil. Sem slík hefur hún verið í forystu margra brýnna og mikilvægra samfélagsmála, bæði vegna ýmissa félagslegra verkefna, eins og t.d. söfnun fjármuna til kaupa á lækningatækjum o.þ.h. en ekki síður verkefna sem snúa að velferð einstaklinga og fjölskyldna í gegnum sjúkrasjóð Kvenfélagsins. Þau verkefni fara ekki alltaf hátt. Þá hefur Helga verið ötul að
kenna þjóðbúningasaum og verið óþreytandi við að hvetja konur til að bera búninginn við ýmis tækifæri. Helga er núverandi formaður Félags eldri borgara í Skagafirði. Þar eins og annars staðar er hún óþreytandi í störfum í þágu eldri borgara. Margt fleira mætti segja um forystu- og framfaraverkefni Helgu. Helga er vel að verðlaununum komin enda hefur hún sannarlega borið samfélag sitt sér fyrir brjósti og lagt á
sig ómælt starf öðrum til hagsbóta.

7.Frumvarp um breytingar á byggðakvótakerfinu - óskað eftir umsögn

Málsnúmer 2009071Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 07.09.2020 þar sem atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 175/2020, "Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvótar o.fl.)" Umsagnafrestur er til og með 18.09.2020.

8.Fundagerðir Markaðsstofa Norðurlands

Málsnúmer 2002045Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð Markaðsstofu Norðurlands frá 08.09.2020.

Fundi slitið - kl. 10:37.