Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

43. fundur 10. apríl 2017 kl. 08:00 - 08:50 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Viggó Jónsson varaform.
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir ritari
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon Verkefnastjóri
Dagskrá
Samþykkt í upphafi fundar að taka mál nr. 1704059 á dagskrá með afbrigðum.

1.Stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði

Málsnúmer 1603183Vakta málsnúmer

Kynnt drög að stefnumótun fyrir ferðaþjónustu í Skagafirði.

2.Styrkbeiðni vegna sýningar

Málsnúmer 1704059Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrkbeiðni frá Safnahúsi Skagfirðinga vegna fyrirhugaðrar yfirlitssýningar um rithöfundarferil skáldsins Hannesar Péturssonar, við setningu Sæluviku Skagfirðinga 2017.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita styrk til sýningarinnar að upphæð kr. 200.000,- sem tekinn verður af fjárhagslið 05890.

Fundi slitið - kl. 08:50.