Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

33. fundur 10. júní 2016 kl. 16:00 - 17:50 Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Viggó Jónsson varaform.
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson varam.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Minjahús - aðgangseyrir

Málsnúmer 1606015Vakta málsnúmer

Sigríður Sigurðardóttir forstöðumaður Byggðasafns Skagfirðinga kom til fundar við nefndina og bar upp tillögu þess efnis að hafa gjaldfrjálsan aðgang að Minjahúsinu á Sauðárkróki út sumarið 2016. Ekki er gert ráð fyrir að þetta hafi áhrif á tekjuáætlun Byggðasafnsins á árinu 2016. Nefndin samþykkir tillöguna og beinir henni til Byggðarráðs til staðfestingar.

2.Samningur um umsjón með Víðimýrarkirkju

Málsnúmer 1605233Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir samningur á milli Þjóðminjasafns Íslands og Byggðasafns Skagfirðinga um umsjón með Víðimýrarkirkju í Skagafirði. Jafnframt undirsamningur á milli Byggðasafns Skagfirðinga og staðarvarðar um staðar- og húsvörslu á Víðimýri. Báðir samningar gilda til 31. mars 2017. Nefndin samþykkir báða samninga.

3.Jónsmessuhátíð á Hofsósi 2016

Málsnúmer 1606035Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf, dagsett 1. júní 2016, frá Kristjáni Jónssyni fyrir hönd Jónsmessuhátíðarnefndar á Hofsósi. Í bréfinu er óskað eftir 500.000 kr. styrk til að halda hátíðina og endurgjaldslausum afnotum af áhaldahúsi og bifreið sveitarfélagsins á Hofsósi á meðan hátíðinni stendur.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita 300.000 kr. styrk til hátíðarinnar, auk afnota af bifreið og áhaldahúsi á Hofsósi. Kostnaðurinn verður tekinn af fjárhagslið 05710.

4.Rekstur félagsheimilisins Ljósheima

Málsnúmer 1604086Vakta málsnúmer

Til fundar við nefndina komu Steinunn Rósa Guðmundsdóttir og Sigrún Baldursdóttir frá Kvenfélaginu Framför en félagið hefur áhuga á að taka við rekstri á félagsheimilinu Ljósheimum á sömu forsendum og samningur við núverandi rekstraraðila hljóðar upp á.

Steinunn Rósa Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna og óháðra óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins vegna formennsku í Kvenfélaginu Framför.

Nefndin samþykkir að auglýsa félagsheimilið Ljósheima til leigu frá og með 1. júlí 2016 og bendir Kvenfélaginu Framför að staðfesta umsókn sína um leigu á húsinu.
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir vék af fundi kl. 17:10.

5.Umsókn um rekstur félagsheimilisins Ljósheima

Málsnúmer 1606036Vakta málsnúmer

Til fundar við nefndina kom Þröstur Jónsson sem hefur áhuga á að taka við rekstri á félagsheimilinu Ljósheimum.

Nefndin samþykkir að auglýsa félagsheimilið Ljósheima til leigu frá og með 1. júlí 2016 og bendir Þresti Jónssyni á að staðfesta umsókn sína um leigu á húsinu.

Fundi slitið - kl. 17:50.