Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

29. fundur 19. janúar 2016 kl. 08:00 - 08:40 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Viggó Jónsson varaform.
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir ritari
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Beiðni um fjárveitingu til framkvæmda í félagsheimilinu Melsgili

Málsnúmer 1511117Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá hússtjórn Melsgils þar sem vakin er athygli á að Sigfús Helgason óskar lausnar úr stjórninni. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar Sigfúsi fyrir vel unnin störf í hússtjórn og samþykkir að skipa Helga Jóhann Sigurðsson á Reynistað í stjórnina í hans stað.

2.Umsókn um styrk til að opna vinnustofu

Málsnúmer 1601047Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Guðbjörgu H. Pálsdóttur þar sem óskað er eftir styrk til að hefja rekstur vinnustofu sem opin yrði öllum íbúum Skagafjarðar. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar fyrir erindið en telur sér ekki fært að styrkja erindið á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga. Nefndin vekur athygli á að hægt er að leita ráðgjafar hjá atvinnuráðgjöfum SSNV við þróun viðskiptahugmynda og enn fremur að í tengslum við umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra, sem nú er opinn til umsókna, eru haldnar vinnustofur/viðtalstímar með atvinnuráðgjöfum SSNV. Einnig er opinn umsóknarfrestur í sjóðinn Atvinnumál kvenna.

3.Uppsögn á samningi um rekstur Ljósheima

Málsnúmer 1601043Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sigrúnu Aadnegard þar sem hún segir upp samningi sínum um rekstur Félagsheimilisins Ljósheima frá og með 30. desember 2015 með sex mánaða uppsagnarfresti. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar Sigrúnu fyrir vel unnin störf á liðnum árum og óskar henni velfarnaðar.

4.Auglýsing umsóknar um byggðakvóta 2015-2016

Málsnúmer 1509089Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að senda erindi til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, í ljósi breytinga á mögulegri vinnslu byggðakvóta í Skagafirði, þar sem óskað er eftir að úthlutun á byggðakvóta til Hofsóss og Sauðárkróks verði auglýst að nýju. Áhugasömum gefist þannig tækifæri að nýju til að sækja um byggðakvóta og gera samning um vinnslu afla fyrir byggðakvóta fiskveiðiársins 2015/2016.

Fundi slitið - kl. 08:40.