Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

74. fundur 07. nóvember 2025 kl. 08:30 - 09:30 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Hildur Hartmannsdóttir starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Ásendi L223411 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2509146Vakta málsnúmer

Guðni Sigurbjörn Sigurðsson byggingartæknifræðingur sækir f.h. Magnúsar Helga Jónssonar um leyfi til að byggja frístundahús á lóðinni Ásenda, L223411. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af umsækjanda. Uppdrættir númer A-100 og A-101, dagsettir 12.09.2025, breytt 31.10.2025. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

2.Miðhús 1 L232778 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2510084Vakta málsnúmer

Þórður Karl Gunnarsson tæknifræðingur sækir f.h. Sigurveigar Jóhannesdóttur um leyfi til að byggja geymslu á lóðinni Miðhús 1, L232778. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir í verki 78511020, númer A-100, A-101, A-102 og A-103 dagsettir, 01.09.2025. Fyrir liggur samþykki Magnúsar G. Jóhannessonar meðeiganda lóðar. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

3.Skógargata 3 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2510312Vakta málsnúmer

Knútur Aadnegard sækir f.h. Þorgerðar Evu Þórhallsdóttur eiganda Skógargötu 3 um leyfi að byggja stoðvegg fyrir bílastæði á lóðinni. Framlagður uppdráttur gerður af Þóri Guðmundssyni byggingarfræðingi, númer A-100, dagsettir 06.04.2021, breytt apríl 2025, áður samþykktur á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 11.06.2025. Byggingaráform samþykkt, byggingarleyfi veitt.

4.Eyrarland L146520 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2510234Vakta málsnúmer

Ása Jóhanna Pálsdóttir og Einar Þorvaldsson eigendur jarðarinnar Eyrarlands, L146520, sækja um leyfi til að rífa 37 fermetra véla/verkfærageymslu sem byggð er árið 1962, mhl. 13 á jörðinni. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingarfulltrúi samþykkir áform um niðurrif.

5.Ketilás L146833 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi.

Málsnúmer 2510271Vakta málsnúmer

Sigurður Óli Ólafsson tæknifræðingur leggur fram f.h. sveitarfélagsins Skagafjarðar gögn er varðar tilkynnta framkvæmd fyrir félagsheimilið Ketilás, L146833. Tilkynnt framkvæmd varðar breytingar á útliti húss. Framlögð gögn gerð á Stoð ehf. verkfræðistofu af Sigurði Óla Ólafssyni. Uppdráttur í verki 46073000, númer A-201, dagsettur 05.09.2025. Tilkynning og gögn eru í samræmi við gr. 2.3.5 og 2.3.6. í byggingarreglugerð 112/2012 um tilkynntar framkvæmdir.

Fundi slitið - kl. 09:30.