Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
Dagskrá
1.Skógargata 1 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2104058Vakta málsnúmer
Knútur Aadnegard sækir um leyfi til að gera breytingar á áður samþykktum aðaluppdráttum af fjöleignahúsi sem stendur á lóðinni númer 1 við Skógargötu á Sauðárkróki. Breytingarnar varða m.a. útlit hússins, kvistir teknir af, útliti vesturhliðar lítillega breytt og afstöðumynd uppfærð til samræmis við samþykkt deiliskipulag. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Þóri Guðmundssyni byggingarfræðingi . Uppdrættir eru númer A-100, A-101, A-102, A-103, A-104 og A-105, dagsettir 06.04.2021, breytt apríl 2025. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.
Fundi slitið - kl. 13:00.