Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

61. fundur 16. apríl 2025 kl. 12:30 - 13:15 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Hildur Hartmannsdóttir starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Reykir lóð L217185 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi.

Málsnúmer 2504140Vakta málsnúmer

Guðmundur Þór Guðmundsson byggingarfræðingur leggur fram f.h. Jóhannesar B. Sigurjónssonar gögn er varða tilkynnta framkvæmd, útlitsbreytingu einbýlishúss sem stendur á lóðinni Reykir lóð með landnúmer L217185. Breytingarnar varða uppsetningu á hurð í stað glugg á vesturhlið hússins, ásamt breyttri póstasetningu glugga. Framlögð gögn, uppdráttur gerður af umsækjanda. Uppdráttur í verki 0525, númer 01, dagsettur 07.04.2025. Tilkynning og gögn eru í samræmi við gr. 2.3.5 og 2.3.6. í byggingarreglugerð 112/2012 um tilkynntar framkvæmdir.

2.Öldustígur 1 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi.

Málsnúmer 2504141Vakta málsnúmer

Einar Bessi Þórólfsson eigandi neðri hæðar fasteignar í fjöleignahúsi með fasteignanúmerið F2132511 sem stendur á lóðinni númer 1 við Öldustíg á Sauðárkróki leggur fram gögn er varða tilkynnta framkvæmd, útlitsbreytingu húss. Breytingin varðar uppsetningu á hurð í stað glugga á suðaustur hlið hússins. Framlögð gögn, uppdráttur gerður hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Sigurður Óli Ólafsson tæknifræðingi. Uppdráttur er í verki 70990000, númer A-210, dagsettur 14.04.2025. Fyrir liggur samþykki eiganda efri hæðar, fasteignanúmer F2132511. Tilkynning og gögn eru í samræmi við gr. 2.3.5 og 2.3.6. í byggingarreglugerð 112/2012 um tilkynntar framkvæmdir.

Fundi slitið - kl. 13:15.