Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
Dagskrá
1.Aðalgata 5 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2412026Vakta málsnúmer
Sigurður Óli Ólafsson tæknifræðingur sækir f.h. IC2 ehf. um leyfi til að gera breytingar á húsnæði Sauðárkróksbakarís sem stendur á lóðinni nr. 5 við Aðalgötu á Sauðárkróki. Breytingar varða útlit og aðgengi neðri hæðar, aðalinngangur færður á suðurhlið, lúga sett við hlið inngangshurðar og gluggi settur í stað hurðar á austurhlið. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir í verki 75090200, númer A-100 og A-101, dagsettir 20.11.2024. Fyrir liggur samþykki eiganda efri hæðar með fasteignanúmerið F2131100. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
2.Melur 3 L235054 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2410343Vakta málsnúmer
Kristján Andrésson byggingarverkfræðingur sækir f.h. 13 29 ehf. um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni Mel 3, L235054 í Sæmundarhlíð. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir hjá Torfbæ ehf. af umsækjanda. Uppdrættir númer A01 og A02, dagsettir 10.02.2024 og 10.06.2024, breytt 03.02.2025. Byggingin fellur undir umfangsflokk 2. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
3.Reynistaður L145992 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2501130Vakta málsnúmer
Hallgrímur Ingi Jónsson tæknifræðingur sækir f.h. Reynistaðarbúsins ehf. um leyfi til að byggja við núverandi fjós á jörðinni Reynistað, L145992. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir í verki 77980000, númer A-100, A-101, A-102, A-103 og A-104, dagsettir 10. janúar 2025, breytt 24. janúar 2025. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
4.Molastaðir L146862 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2501395Vakta málsnúmer
Hallgrímur Ingi Jónsson tæknifræðingur sækir f.h. Halldórs G. Hálfdánarsonar og Maríu Þ. Númadóttur um leyfi til að byggja sauðburðaraðstöðu á landi sem verið er að skipta út úr jörðinni Molastöðum, L146862. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir í verki 78510015, númer A-101, A-102 og A-103 , dagsettir 21.01.2025. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
Fundi slitið - kl. 09:00.