Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
Dagskrá
1.Brautarholt Mýri L146801 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2405611Vakta málsnúmer
Ragnar Freyr Guðmundsson arkitekt, sækir f.h. Fljótabakka ehf. um leyfi til að byggja frístundahús á lóðinni Brautarholt Mýri, L146801 í Fljótum. Framlagðir aðaluppdrættir ásamt skráningartöflu, gerðir hjá Kollgátu ehf. arkitektastofu af umsækjanda. Uppdrættir eru í verki 05_22_027, númer A-100, A-101 og A-102, , dagsettir 02.07.2024. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
2.Bárustígur 16 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2406260Vakta málsnúmer
Sigurði Óla Ólafssyni tæknifræðingi, sækir f.h. Valdimars Péturssonar um leyfi til að byggja við einbýlishús sem stendur á lóðinni nr. 16 við Bárustíg, ásamt því að byggja bílskúr á lóðinni. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir í verki 79008500, númer A-100, A-101, A-102 og A-103, dagsettir 3. júní 2024. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
3.Birkimelur 24 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2407063Vakta málsnúmer
Bjarni Reykjalín arkitekt og byggingartæknifræðingi, sækir f.h. Margrétar Evu Ásgeirsdóttur og Jóhannesar Björns Þorleifssonar um leyfi til að byggja við einbýlishús sem stendur á lóðinni númer 24 við Birkimel í Varmahlíð. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á BR Teiknistofu slf. af umsækjanda. Uppdrættir númer 100, 101, 102 og 103, dagsettir 19.06.2024. Byggingin fellur undir umfangsflokk 2. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
4.Syðri-Ingveldarstaðir L145952 - Umsókn um stöðuleyfi.
Málsnúmer 2409244Vakta málsnúmer
Sveinn Þ. Finster Úlfarsson sækir um stöðuleyfi fyrir húsi í landi Syðri-Ingveldarstaðir, L145952. Húsið sem um ræðir er tilbúið gestahús sem fyrirhugað er að staðsetja í landi Ytri-Ingveldarstaða, L145944. Meðfylgjandi gögn dagsett 19. september 2024 gera grein fyrir umbeðnu stöðuleyfi. Fyrir liggur samþykki Úlfars Sveinssonar, eiganda Syðri-Ingveldarstaða, L145952. Erindið samþykkt, stöðuleyfi veitt.
Fundi slitið - kl. 09:30.