Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
Dagskrá
1.Neðri-Ás II lóð L227648 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2407016Vakta málsnúmer
Hlín Mainka Jóhannesdóttir sækir um leyfi til að koma fyrir tveimur gámeiningu sem tengjast saman með anddyri á lóðinni Neðri-Ás II lóð, L227648. Um er að ræða aðstöðurými í tengslum við hesthús sem stendur á lóðinni. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Sigurði Óla Ólafssyni tæknifræðingi. Uppdrættir í verki 71592003, númer A-100, A-101, A-102 og A-103, dagsettir 29. maí 2024. Fyrir liggur samþykki Christine Gerlinde Busch landeiganda. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
2.Hamar 2 L234539 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2407104Vakta málsnúmer
Bragi Þór Haraldsson tæknifræðingur sækir f.h. Baldurs Haraldssonar um leyfi fyrir gestahúsi á lóðinni Hamri 2, L234539 í Hegranesi. Framlagður aðaluppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdráttur í verki 709521, númer A-101, dagsettur 01.06.2024. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
3.Páfastaðir II, 145990 - Umsókn um breytta notkun.
Málsnúmer 2408071Vakta málsnúmer
Rannveig Einarsdóttir og Vala Stefánsdóttir sækja um leyfi til að breyta notkun bílskúrs sem stendur á lóðinni Páfastöðum II, L145990, undir starfsemi kaffibrennslunar Korg ehf. Meðfylgjandi gögn, dagsett 18. júlí 2024 gera grein fyrir fyrirhuguðum breytingum. Erindið samþykkt.
4.Ásvegur 19 L237742 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2408072Vakta málsnúmer
Sæmundur Eiríksson tæknifræðingur sækir f.h. Ingólfs Magnússonar um leyfi til að byggja vélaskemmu á lóðinni númer 19 við Ásveg, L237742 í Hjaltadal. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir hjá Klöpp Arkitektar-Verkfræðingar ehf. af umsækjanda. Uppdrættir í verki 24-504, númer A 001, A 002 og A 003, dagsettir júlí 2024. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
5.Iðutún 23 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2408095Vakta málsnúmer
Þröstur Kárason og Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir sækja um leyfi til að byggja stoðveggi á lóðinni númer er 23 við Iðutún. Um er að ræða stoðvegg innan lóðar að austan og veggi á norður- og suðurmörkum lóðarinnar ásamt skjólveggjum. Framlagður uppdráttur gerður af Einari I Ólafssyni verkfræðingi. Uppdráttur númer B-001, dagsettur 07.08.2024. Fyrir liggur samþykki aðliggjandi lóðarhafa. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt, byggingarheimil veitt.
6.Borgarteigur 5 - Umsókn um stöðuleyfi.
Málsnúmer 2408145Vakta málsnúmer
Bragi Þór Haraldsson sækir f.h. Baldurs Haraldssonar um stöðuleyfi fyrir húsi á lóðinni númer 5 við Borgarteig á Sauðárkróki. Húsið sem um ræðir er tilbúið gestahús sem fyrirhugað er að staðsetja á lóðinni Hamri 2, L234539 í Hegranesi. Meðfylgjandi gögn dagsett 23. ágúst 2024 gera grein fyrir umbeðnu stöðuleyfi. Erindið samþykkt, stöðuleyfi veitt.
Fundi slitið - kl. 14:45.