Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

35. fundur 26. mars 2024 kl. 10:15 - 11:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalgata 20b - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2306021Vakta málsnúmer

Þórður Karl Gunnarsson byggingartæknifræðingur sækir f.h. Kaupfélags Skagfirðinga um leyfi til að gera breytingar á innangerð og útliti húsnæðis sem stendur á lóðinni númer 20b við Aðalgötu á Sauðárkróki, ásamt því að breyta notkun þess í starfsmannaíbúðir. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir í verki 30152001, númer A-100, A-100b, A-101 og A-102, dagsettir 28.06.2023. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 2. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

2.Skúfsstaðir L146486 -Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2402237Vakta málsnúmer

Þórir Guðmundsson byggingarfræðingur sækir f.h. Þorsteins Axelssonar um leyfi til að byggja við, breyta og gera endurbætur á íbúðarhúsi sem stendur á jörðinni Skúfsstöðum, L146486. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Teiknistofu Þ. Guðmundssonar af umsækjanda. Uppdrættir í verki HA24137, númer A-101, A-102, A-103, A-104 og A-105, dagsettir 18.01.2024. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

3.Vatnsleysa 3 L235732 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2402238Vakta málsnúmer

Ingvar Gýgjar Sigurðarson tæknifræðingur sækir f.h. Trostan ehf. um leyfi til að byggja við, breyta og gera endurbætur á íbúðarhúsi sem stendur á lóðinni á Vatnsleysu 3, L235732. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir hjá Áræðni ehf. af umsækjanda. Uppdrættir í verki 3267, númer A-100, A-101 og A-102, dagsettir 21.02.2024. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

4.Lambeyri L201897 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2403172Vakta málsnúmer

Guðmundur Þór Guðmundsson byggingarfræðingur sækir f.h. Friðriks Rúnars Friðrikssonar um leyfi til að byggja aðstöðuhús á lóðinni Lambeyri, L201897. Framlagður aðaluppdráttur gerður af umsækjanda. Uppdráttur í verki 0224, númer 01, dagsettur 18.03.2024. . Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

Fundi slitið - kl. 11:00.