Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

33. fundur 29. febrúar 2024 kl. 10:15 - 11:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Hildur Hartmannsdóttir starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Austurgata 8 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2402003Vakta málsnúmer

Bjarni Þór Einarsson byggingartæknifræðingur sækir f.h. Steins M. Guðmundssonar og Guðrúnar J. Gunnarsdóttur um leyfi til að setja hurð, glugga, svalir og fellistiga á vesturhlið parhúss sem stendur á lóðinni númer 8 við Austurgötu á Hofsósi. Framlagðir uppdrættir gerðir hjá Ráðbarði SF. af umsækjanda. Uppdrættir eru í verki 230501, númer AH0101, AH0201, AH0202 og AH0203, dagsettir í maí 2023 og 31. janúar 2024. Fyrir liggur samþykki eiganda Austurgötu 10. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

2.Molastaðir L146862 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2402164Vakta málsnúmer

Þórður Karl Gunnarsson byggingartæknifræðingur sækir f.h. Halldórs Gunnars Hálfdánarsonar og Maríu Þ. Númadóttur um leyfi til að byggja anddyri við einbýlishús sem stendur á jörðinni Molastöðum, L146862 í Fljótum. Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir í verki 79010300, númer A-100, A-101 og A-102, dagsettir 15. janúar 2024. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

3.Hólmagrund 6 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi.

Málsnúmer 2402172Vakta málsnúmer

Jón Árnason leggur fram gögn yfir tilkynnta framkvæmd er varðar breytt útlit á gluggum og hurðum einbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 6 við Hólmagrund á Sauðárkróki. Framlagður uppdráttur gerður af Þóri Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdráttur númer A-100, dagsettur 1. nóvember 2023. Tilkynning og gögn eru í samræmi við gr. 2.3.5 og 2.3.6. í byggingarreglugerð 112/2012 um tilkynntar framkvæmdir.

Fundi slitið - kl. 11:00.