Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

31. fundur 31. janúar 2024 kl. 08:30 - 09:15 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Suðurbraut 9 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2312044Vakta málsnúmer

Þórður Karl Gunnarsson tæknifræðingur sækir f.h. Kaupfélag Skagfirðinga um leyfi til að innrétta gistiheimili á efri hæð Suðurbrautar 9 á Hofsósi. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir í verki 30311501, númer A-100, A-101, A-102 og A-103, dagsettir 30. nóv. 2023. Byggingin fellur undir umfangsflokk 2. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingarleyfi veitt með þeim takmörkunum sem fram koma í fundarbókun skipulagsnefndar þann 11. janúar sl.

2.Borgarsíða 4 - Umsókn um stöðuleyfi.

Málsnúmer 2401288Vakta málsnúmer

Steingrímur Óskarsson sækir um stöðuleyfi fyrir húsi á lóðinni númer 4 við Borgarsíðu á Sauðárkróki. Húsið sem um ræðir er, mhl. 15 á jörðinni Brennigerði, L145923. Á 18. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 16. júní sl. var veitt heimild til að fjarlægja húsið af jörðinni. Meðfylgjandi gögn dagsett 25. janúar gera grein fyrir umbeðnu stöðuleyfi. Fyrir liggur samþykki ÓK smáverk ehf., lóðarhafa Borgarsíðu 4. Erindið samþykkt, stöðuleyfi veitt.

3.Birkihlíð 16 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi.

Málsnúmer 2401325Vakta málsnúmer

Jón Jökull Jónsson, leggur fram gögn yfir tilkynnta framkvæmd er varðar breytt útlit á gluggum einbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 16 við Birkihlíð á Sauðárkróki. Framlagðir uppdrættir ásamt greinargerð, gerð af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni tæknifræðingi. Uppdrættir í verki 3287, númer A-101 og A-102, dagsettir 25. desember 2023. Tilkynning og gögn eru í samræmi við gr. 2.3.5 og 2.3.6. í byggingarreglugerð 112/2012 um tilkynntar framkvæmdir.

Fundi slitið - kl. 09:15.