Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

23. fundur 14. september 2023 kl. 08:30 - 09:30 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá
Sigurður H. Ingvarsson sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

1.Hólmagrund 7 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyf.

Málsnúmer 2305185Vakta málsnúmer

Bragi Þór Haraldsson tæknifræðingur sækir f.h. Hallfríðar Báru Jónsdóttir og Sigurbjörns Björnssonar um leyfi til að byggja bílageymslu og sólstofu við einbýlishús sem stendur á lóðinni númer 7 við Hólmagrund. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir í verki 7846 númer A-101, A-102 og A-103, dagsettir 17. maí 2023. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

2.Borgarmýri 1 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2306136Vakta málsnúmer

Atli Gunnar Arnórsson byggingarverkfræðingur sækir f.h. Trésmiðjunnar Borgar ehf. um leyfi til að endurgera og breyta hluta þakvirkis á iðnaðarhúsnæði sem stendur á lóðinni númer 1 við Borgarmýri á Sauðárkróki. Einnig sótt um stöðuleyfi fyrir tjaldskýli á framkvæmdar tíma. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir í verki 650204, númer A-100, A-101, A-102, A-103, A-104 og A-105, dagsettir 7. júní 2023. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt, umbeðið stöðuleyfi veitt.

3.Hólavegur 20 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2306118Vakta málsnúmer

Ingvar Gýgjar Sigurðarson tæknifræðingur sækir f.h. Lúðvíks Kemp um leyfi til að byggja við einbýlishús/bílskúr sem stendur á lóðinni númer 20 við Hólaveg á Sauðárkróki. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir hjá Áræðni ehf. af umsækjanda. Uppdrættir í verki 3177, númer A-101 og A-102, dagsettir 9. júní 2023. Byggingin fellur undir umfangsflokk 2. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

4.Syðra-Malland L145909 - Umsókn um leyfi til niðurrifs mannvirkja.

Málsnúmer 2211176Vakta málsnúmer

Einar Páll Kjærnested f.h. HVEST eignarhaldsfélags ehf. tilkynnir með tölvupósti dagsettum 8. ágúst 2023 að fallið hafi verið frá niðurrifi mannvirkja á jörðinni Syðra-Malland, L145909 sem samþykkt voru á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 01.12.2022.

Fundi slitið - kl. 09:30.