Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

16. fundur 12. maí 2023 kl. 08:15 - 09:15 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Langaborg L225909 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2304163Vakta málsnúmer

Rúnar Már Grétarsson og Ásta Margrét Benediktsdóttir sækja um leyfi til að byggja gestahús við íbúðarhúsið á Lönguborg L225909 í Hegranesi. Framlagður aðaluppdráttur gerðir af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni tæknifræðingi. Uppdrættir í verki 3248, númer A-101, dagsettur 13. mars 2023. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

2.Gilstún 22 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2304074Vakta málsnúmer

Þórir Guðmundsson sækir f.h. Rúnars S. Símonarsonar og Sólveigar Bergland Fjólmundsdóttur um leyfi til að byggja við og breyta einbýlishúsi og bílskúr sem stendur á lóðinni nr. 22. við Gilstún. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Teiknistofu Þ. Guðmundssonar af Þóri Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdrættir í verki HA23126, númer A-101, A-102 og A-103, dagsettir 19. febrúar 2023. Byggingaráform samþykkt.

3.Borgarsíða 4 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2305066Vakta málsnúmer

Rögnvaldur Harðarson sækir f.h. G. Bentsson ehf. um leyfi til að byggja geymsluhúsnæði á lóðinni númer 4 við Borgarsíðu. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Rögg teiknistofu af Rögnvaldi Harðarsyni byggingarfræðingi. Uppdrættir númer A-100.1, A-100.2, A-100.3, A-100.4 og 100.5, dagsettir 5. maí 2023. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

4.Helgustaðir L192697 - Umsagnarbeiðni vegna breytingar á rekstrarleyfi.

Málsnúmer 2305030Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra í máli 2023-004618, dagsettur 11. maí 2023. Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, og 26. gr. reglugerðar. nr. 1277/2016 er óskað umsagnar byggingarfulltrúa varðandi umsókn Daníel Þórarinssonar f.h. Dalasetur ehf. um leyfi til að gera breytingu á núverandi rekstrarleyfi í flokki IV úr flokki III, kaffihús. Í gögnum frá umsækjanda kemur fram að um sé að ræða leyfi til að reka kaffihús með útiveitingum í sumarhúsi, mhl. 01 að Helgustöðum. Landnúmer 192697 fnr. 2262015. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

5.Kjartansstaðir L145985 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi og umsókn um breytta notkun.

Málsnúmer 2305064Vakta málsnúmer

Hallgrímur Ingólfsson leggur fram gögn varðandi tilkynnta framkvæmd er varðar breytt útliti hlöðu sem stendur á jörðinni Kjartansstöðum, L145985. Framkvæmdin varðar einangrun og klæðningu húss utan. Tilkynning og gögn eru í samræmi við gr. 2.3.5 og 2.3.6. í byggingarreglugerð 112/2012 um tilkynntar framkvæmdir.

Einnig sótt um að breyta skráningu eftirtalinna mannvirkja í samræmi við notkun. Mhl. 03, fjárhús og mhl. 05, hlaða, verði skráð geymsluhúsnæði. Erindið Samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:15.