Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

11. fundur 25. janúar 2023 kl. 15:00 - 15:30 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Nestún 20 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2212173Vakta málsnúmer

Atli Gunnar Arnórsson sækir f.h. Skúla H. Bragasonar um leyfi til að byggja parhús á lóðinni númer 20 við Nestún. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnar Arnórssyni byggingarverkfræðingi. Uppdrættir í verki 79006201, númer A-101, A-102 og A-103, dagsettir 20. desember 2022. Byggingaráform samþykkt.

2.Stjörnumýri - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2212172Vakta málsnúmer

Þórir Guðmundsson sækir f.h. Rúnars Kárasonar um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni Stjörnumýri, L234945. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Teiknistofu Þ. Guðmundssonar af Þóri Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdrættir í verki HA22112, númer A-101, A-102 og A-103, dagsettir 1. nóvember 2022. Byggingaráform samþykkt.

3.Héðinsminni - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 2301047Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra í máli 2023-000880, dagsettur 3. janúar 2023. Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, og 26. gr. reglugerðar. nr. 1277/2016 er óskað umsagnar byggingarfulltrúa varðandi umsókn Auðar Herdísar Sigurðardóttur, f.h. ahsig ehf. um leyfi fyrir veitingaþjónustu, veitingaverslun, samkomusal í flokki III og svefnpokagistingu í flokki III í Héðinsminni, L146298, fastanúmer 214-1844. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

Fundi slitið - kl. 15:30.