Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

8. fundur 11. nóvember 2022 kl. 08:15 - 09:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Hegrabjarg 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2209341Vakta málsnúmer

Kristján Andrésson sækir f.h. Einars Ara Einarssonar og Jónu Kristínar Vagnsdóttur um leyfir til að byggja einbýlishús á lóðinni Hegrabjarg 2, L230360 í Hegranesi. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Kristjáni Andréssyni byggingarverkfræðingi. Uppdrættir verki 002, númer A01 og A02, dagsettir 20.09.2022. Byggingaráform samþykkt.

2.Skagfirðingabraut 17-21 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2210230Vakta málsnúmer

Guðmundur Þór Guðmundsson, sækir f.h. sveitarfélagsins Skagafjarðar um leyfi til að gera breytingar á innangerð móttöku Ráðhússins sem stendur á lóðinni númer 17-21 við Skagfirðingabraut. Framlagður uppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Frey Gíslasyni arkitekt. Uppdráttur í verki 462702, númer A-200, dagsettur 20. október 2022. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

3.Fellsborg L231851 - Umsókn um byggingarleyfi - breytta notkun.

Málsnúmer 2211014Vakta málsnúmer

Eggert Þ. Birgisson og Þóranna Másdóttir sækja um f.h. F- Borgar ehf. um leyfi til að breyta notkun svínahúss á jörðinni Fellsborg, L231851, Hegranesi í hesthús og aðstöðuhluta í íbúð. Framlagðir aðaluppdrættir gerða af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni tæknifræðingi. Uppdrættir í verki 3191, númer A-101, A-102, A-103 og A-104, dagsettir 29. október 2022.
Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

4.Víðihlíð 11 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2211056Vakta málsnúmer

Ingvar Gýgjar Sigurðarson sækir f.h. Óskars F. Halldórssonar og Bjargar K. Einarsdóttur um leyfi til að byggja við og breyta einbýlishúsi og bílskúr sem stendur á lóðinni nr. 11 við Víðihlíð á Sauðárkróki. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni tæknifræðingi. Uppdrættir í verki 3189, númer A-101 og A-102, dagsettir 30. október 2022. Byggingaráform samþykkt.

5.Efra Hof L195048 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2211122Vakta málsnúmer

Knútur Aadnegard sækir f.h. Jóns Ásbergssonar um leyfi til að byggja undirstöður og setja niður gestahús við sumarhús sem stendur á lóðinni Efra Hof, L195048. Húsið sem um ræðir er þegar byggt. Veitt var stöðu- og byggingarleyfi fyrir húsinu þann 30. september 2021 á kennslusvæði, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, við Skagfirðingabraut 26 á Sauðárkróki. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Þóri Guðmundssyni. Uppdrættir eru númer A-101 og A-102, dagsettir 29.09.2021 og 10.06.2021, ásamt séruppdráttum gerðum af Trausta Val Traustasyni. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

6.Sauðármýri 3, íbúð nr. 104 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2211125Vakta málsnúmer

Gerður Geirsdóttir búseturéttarhafi að íbúð nr. 104 í fjölbýlishúsinu Sauðármýri 3 og Anna Hjartardóttir fh. húsnæðissamvinnufélags Skagafjarðar sækja um leyfi til að setja upp svalaskýli á svölum íbúðarinnar. Um er að ræða samskonar skýli og áður hafa verið sett upp við nokkrar íbúðir í húsinu. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

Fundi slitið - kl. 09:00.