Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

7. fundur 19. október 2022 kl. 08:15 - 09:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Þröm 176749 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2208099Vakta málsnúmer

Sigríður Bjarnadóttir sækir um leyfi til að setja niður frístundahús á jörðinni Þröm, L176749 í Skagafirði. Húsið sem um ræðir er byggt árið 1994, aðstöðuhús Siglingaklúbbsins Nökkva við Drottningarbraut á Akureyri. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Verkís hf. verkfræðistofu af Ragnari Bjarnasyni verkfræðingi. Uppdrættir eru í verki 16324, númer THR.C41.101, THR.C41.102 og THR.C41.103, dagsettir 30.09.2022, ásamt séruppdráttum gerðum af sama aðila. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

2.Aðalgata 16C - Umsókn um leyfi til að fjarlægja hús af lóð.

Málsnúmer 2208168Vakta málsnúmer

Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sækir f.h. sveitarfélagsins Skagafjarðar, eiganda geymslu sem stendur á lóðinni númer 16C við Aðalgötu (Maddömukot) um leyfi til að fjarlægja húsið af lóðinni. Einnig sótt um stöðuleyfi fyrir húsinu á svokölluðum Tengilsreit við Aðalgötu 24 á Sauðárkróki. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar Íslands, dagsett 18. ágúst 2022. Meðfylgjandi afstöðumynd gerð á Stoð ehf. verkfræðistofu dagsett, 1. sept. 2022 gerir grein fyrir fyrirhugaðri staðsetningu. Erindið samþykkt, stöðuleyfi veitt.

3.Nestún 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2210065Vakta málsnúmer

Ingvar Gýgjar Sigurðarson sækir f.h. Grétars Þ. Þorsteinssonar og Ásu B. Ingimarsdóttur um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni númer 3 við Nestún. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni tæknifræðingi. Uppdrættir í verki 3216, númer A-101, A-102, A-103 og A-104, dagsettir 8. október 2022. Byggingaráform samþykkt.

4.Ögmundarstaðir 146013 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi

Málsnúmer 2210096Vakta málsnúmer

Jón Margeir Hróðmarsson leggur fram gögn varðandi tilkynnta framkvæmd er varðar breytt útliti einbýlishúss sem stendur á jörðinni Ögmundarstöðum, L146013. Framkvæmdin varðar einangrun og klæðningu húss utan. Tilkynning og gögn eru í samræmi við gr. 2.3.5 og 2.3.6. í byggingarreglugerð 112/2012 um tilkynntar framkvæmdir.

Fundi slitið - kl. 09:00.