Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

5. fundur 30. ágúst 2022 kl. 08:30 - 09:30 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Borgarmýri 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2208171Vakta málsnúmer

Einar I. Ólafsson sækir f.h. Vinnuvéla Símonar ehf. um leyfi til að endurnýja hluta þakklæðninga og þakvirkis á iðnaðarhúsnæði sem stendur á lóðinni númer 5 við Borgarmýri. Framlagðir uppdrættir gerðir af Einari I. Ólafssyni verkfræðingi. Uppdrættir í verki B-001, blöð nr. 0, 1, 2 og 3, dagsett 26.04.2022. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veit.

2.Reykjarhóll lóð 146877 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2207183Vakta málsnúmer

Þórður Karl Gunnarsson sækir f.h. Magnúsar Eiríkssonar um leyfi til að byggja aðstöðuhús í landi Reykjarhóls lóð, L146877 í Fljótum. Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni byggingartæknifræðingi. Uppdrættir í verki 78891002, númer A-100 og A-101, dagsettir 13.07.2022. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

3.Brennigerði lóð 174760 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2208132Vakta málsnúmer

Þórður Karl Gunnarsson sækir f.h. Brennigerði ehf. um leyfi til að byggja gestahús við sumarhús sem stendur á lóðinni Brennigerði lóð, L174760. Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni byggingartæknifræðingi. Uppdrættir í verki 7142020, númer A-100 og A-101, dagsettir 16.08.2022. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

4.Reykjarhóll lóð 146062 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2208157Vakta málsnúmer

Helgi Hafliðason sækir f.h. Rarik ohf. um leyfi til að byggja við aðveitustöð Rarik á lóðinni Reykjarhóll lóð, L146062. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Helga Hafliðasyni arkitekt. Uppdrættir í verki 22002, númer 0.01 og 0.02, dagsettir 26. ágúst 2022. Byggingaráform samþykkt.

5.Hofsstaðasel land 179937 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2208223Vakta málsnúmer

Guðný Vésteinsdóttir og Þórólfur Sigjónsson sækja um leyfi til að setja niður frístundahús í landi Hofsstaðasels land, L179937. Húsið sem um ræðir er þegar byggt og stendur samkv. stöðu- og byggingarleyfi á jörðinni Hofsstaðasel, L146407. Framlagðir samþykktir aðaluppdrættir gerðir hjá Al-Hönnun ehf. af Runólfi Þór Sigurðssyni. Uppdrættir eru í verki 21-154, númer 101, 102 og 103, dagsettir í nóvember 2021, ásamt séruppdráttum gerðum af sama aðila. Einnig meðfylgjandi afstöðumynd gerð á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Afstöðumynd í verki 70670003, númer S01, dagsett 19. ágúst 2022. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

6.Hjaltastaðir 146301 - Umsókn um leyfi til niðurrifs mannvirkja.

Málsnúmer 2208275Vakta málsnúmer

Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir, Pétur Óli Þórólfsson, Helga Björg Þórólfsdóttir og Róbert Unnþórsson sækja um leyfi til að rífa eftirfarandi mannvirki á jörðinni Hjaltastöðum, L146301. Mathluta 08, 98 fermetrar fjárhús byggð árið 1977 og matshluta 13, 6,3 fermetra blásarahús byggt 1976. Erindið samþykkt, leyfi veitt.

7.Bárustígur 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2208219Vakta málsnúmer

Ingvar Gýgjar Sigurðarson sækir f.h. Rakelar Kemp Guðnadóttur og Maríu Önnu Kemp Guðmundsdóttur um leyfi til að byggja við og breyta innangerð íbúðarhúss sem stendur á lóðinni númer 1 við Bárustíg. Verkinu verður áfangaskipt. 1. áfangi breytingar á innangerð. 2. áfangi viðbygging. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni tæknifræðingi. Uppdrættir í verki 3208, númer A-101, A-102 og A-103, dagsettir 22. ágúst 2022. Byggingaráform samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:30.