Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

4. fundur 17. ágúst 2022 kl. 15:15 - 16:15 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Birkihlíð 145968 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2203241Vakta málsnúmer

Atli Gunnar Arnórsson sækir f.h. Þrastar H. Erlingssonar um leyfi til að útbúa sláturaðstöðu og framleiðslueldhús í tengslum við núverandi kjötvinnslu á jörðinni Birkihlíð, L145968. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni byggingarverkfræðingi. Uppdrættir í verki 73143001, númer A-100, A-101, A-102 og A-103, dagsettir 14. febrúar 2022. Byggingaráform samþykkt.

2.Ríp 2 146396 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2204041Vakta málsnúmer

Atli Gunnar Arnórsson sækir f.h. Birgis Þórðarsonar um leyfi til að byggja við og breyta þeim hluta geymslu sem stendur á jörðinni Ríp 2, L146396 í kjötvinnslu. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni byggingarverkfræðingi. Uppdrættir í verki 756410, númer A-100, A-101, A-102 og A-103, dagsettir 30. mars 2022. Fyrir liggur samþykki Halldórs Gunnlaugssonar, eiganda sambyggðrar geymslu sem stendur á jörðinni Ríp 3, L146397. Byggingaráform samþykkt.

3.Sjávarborg IIA - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2207122Vakta málsnúmer

Helga Jóhanna Haraldsdóttir, Björn Hansen og Edda Eiríka Haraldsdóttir sækja um leyfi til að setja svalir og svaladyr út frá stofu annarrar hæðar fjöleignahúss sem stendur á lóðinn Sjávarborg IIA, L229261. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Ingvari Gýjar Sigurðarsyni tæknifræðingi. Uppdrættir í verki 3142, númer A-101 og A-102, dagsettir 12. júlí 2022. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

4.Víðigrund 1 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2208038Vakta málsnúmer

Gígja Hrund Símonardóttir og Helgi Svanur Einarsson sækja um leyfi til að breyta útliti einbýlishúss sem stendur á lóðinni nr. 1 við Víðigrund. Breytingin varðar nýja hurð á suðurhlið hússins, ásamt verönd við húsið. Framlagður uppdráttur gerður af Ingvari Gýjar Sigurðarsyni tæknifræðingi. Uppdráttur númer A-101, dagsettur 13. júlí 2022. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

5.Flugumýrarhvammur - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2207066Vakta málsnúmer

Rögnvaldur Ólafsson sækir um leyfi til að setja niður geymslubragga á áður samþykktum byggingarreit á jörðinni Flugumýrarhvammi, L146280. Framlagður uppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni byggingarverkfræðingi. Uppdráttur í verki 70410202, númer A-101, dagsettur 31. maí 2022, ásamt afstöðumynd nr. S-101, dagsettri 12. maí 2022. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

6.Kirkjugata 17 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2208050Vakta málsnúmer

Bjarni K. Þórisson og Ingibjörg S. Halldórsdóttir sækja um leyfi til að gera breytingar á útliti einbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 17 við Kirkjugötu á Hofsósi. Framlagðir uppdrættir gerðir af Ingvari Gýjar Sigurðarsyni tæknifræðingi. Uppdrættir í verki 3205, númer A-101 og A-102, dagsettir 14. júlí 2022. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

7.Viðvík land 178681 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2206047Vakta málsnúmer

Þórir Guðmundsson sækir f.h. Guðríðar B. Magnúsdóttur og Kára Ottóssonar um leyfi til að byggja íbúðarhús á landinu Viðvík land, L178681. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Teiknistofu Þ. Guðmundssonar af Þóri Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdrættir í verki HA22106, númer A-101, A102 og A-103 dagsettir 20. maí 2022. Byggingaráform samþykkt.

8.Árnes 146145 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2208058Vakta málsnúmer

Atli Gunnar Arnórsson sækir f.h. Arnars M. Sigurðarsonar um leyfi til að breyta hlöðu, mhl. 07 á jörðinni Árnesi, L146145 í fóður- og geldneytiaðstöðu. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni byggingarverkfræðingi. Uppdrættir í verki 78180101, númer A-101, A-102 og A-103, dagsettir 5. ágúst 2022. Byggingaráform samþykkt.

Fundi slitið - kl. 16:15.