Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

2. fundur 24. júní 2022 kl. 09:00 - 10:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Gilseyri - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2206123Vakta málsnúmer

Bjarna Reykjalín sækir f.h. Ómars B. Jenssonar og Vilborgar Elísdóttur um leyfi til að byggja við einbýlishús sem stendur á lóðinni Gilseyri L230527. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Bjarna Reykjalín arkitekt og byggingartæknifræðingi. Uppdrættir númer 100 og 101, dagsettir 2. febrúar og 11. mars 2022. Byggingaráform samþykkt.

2.Víðiholt 146082 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2206124Vakta málsnúmer

Bjarna Reykjalín sækir f.h. Dags Þ. Baldvinssonar og Þyreyjar Hlífarsdóttur um leyfi til að byggja við og breyta íbúðarhúi sem stendur á jörðinni Víðiholti L146082. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Bjarna Reykjalín arkitekt og byggingartæknifræðingi. Uppdrættir númer 101 og 102, dagsettir 28. mars og 5. apríl 2022. Byggingaráform samþykkt.

3.Helgustaðir - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2206196Vakta málsnúmer

Kristján Andrésson sækir f.h Guðjóns S. Magnússonar og Helgu Óskarsdóttur um leyfi til að byggja einbýlishús í landi Helgustaða L223795, Hegranesi. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Kristjáni Andréssyni byggingarverkfræðingi. Uppdrættir númer A01 og A02, dagsettir 14. júní 2022. Byggingaráform samþykkt.

4.Ríp 2 lóð 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2206206Vakta málsnúmer

Þórir Guðmundsson sækir f.h. Sigurlínu E. Magnússdóttur og Sigurðar H. Birgissonar um leyfi til að byggja við einbýlishús stendur á lóðinni Ríp 2 lóð 1, L224730, Hegranesi. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Þóri Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdrættir í verki HA 22114, númer A-101 og A-102, dagsettir 15. júní 2022. Byggingaráform samþykkt.

5.Lambeyri ehf. L196141-Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2204133Vakta málsnúmer

Friðrik Rúnar Friðriksson sækir f.h. Árhvamms ehf. um leyfi til að byggja geymslu
í landi Lameyrar ehf., L196141. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdrættir í verki 0521, númer 01 og 02, dagsettir 9. maí 2021. Byggingaráform samþykkt.

6.Skagfirðingabraut 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2206207Vakta málsnúmer

Atli Gunnar Arnórsson sækir f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar um leyfi til að gera breytingar á félagsheimilinu Bifröst sem stendur á lóðinni númer 2 við Skagfirðingabraut. Breytingarnar varða aðgengi. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnar Arnórssyni byggingarverkfræðingi. Uppdrættir í verki 4604001, númer A-100, A-101, A-102 og A-103 dagsettir 15. júní 2022. Byggingaráform samþykkt.

7.Helgustaðir L192697 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 2206160Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra í máli 2022-021222, dagsettur 10. júní 2022. Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, og 26. gr. reglug. nr. 1277/2016 er óskað umsagnar varðandi umsókn Daniels Þórarinssonar f.h. Dalaseturs ehf, kt.560419-0230, um leyfi til að reka gististað í þremur húsum í flokki III að Helgustöðum L192697, fastanúmer 2262015, mhl 02, 03 og 04. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

Fundi slitið - kl. 10:00.