Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

120. fundur 18. maí 2021 kl. 08:30 - 09:30 með fjarfundabúnaði
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Sauðárkrókur L218097 - Sauðárgil, umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2011196Vakta málsnúmer

Ingvar Páll Ingvarsson sækir f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar, kt. 550698-2349 um leyfi til að byggja útivistarskýli á byggingarreit í Sauðárgili í landi Sauðárkróks L208097. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Teiknnistofu Norðurlands af Þóri Guðmundssyni, kt. 040381-5389. Uppdrættir eru í verki HO 1701, númer A-101, A-102 og A-103, dagsettir 09.11.2020. Byggingaráform samþykkt.

2.Birkimelur 20 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2104145Vakta málsnúmer

Vilhjálmur Agnarsson, kt. 150585-2799 og Sirrý Sif Sigurlaugardóttir, kt. 230386-2859 sækja um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni nr. 20 við Birkimel í Varmahlíð. Framlagðir aðaluppdrættirnir gerðir af Halldóri Stefánssyni, kt. 291261-5909. Uppdrættir eru nr. A100, A101, A102, dagsettir 15.04.2021. Byggingaráform samþykkt.

3.Varmahlíðarskóli L146130 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2104152Vakta málsnúmer

Guðmundur Þór Guðmundsson, f.h. eignasjóðs Skagafjarðar kt. 550698-2349 og Hrefna Jóhannesdóttir, f.h. Akrahrepps kt. 410169-3209 sækja um leyfi til að gera breytinar á útliti Varmahlíðarskóla sem stendur á lóð með landnúmer L146130 í Varmahlíð. Framlagðir uppdrættir gerðir á Veitu- og framkvæmdasviði Sveitarfélagsins Skagafjarðar af Guðmundi Þór Guðmundssyni, kt. 200857-5269. Uppdrættir eru í verki 3122, númer A-100 til A-106 og A-110, dagsettir 22.03.2021. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

4.Víðigrund 7 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2104247Vakta málsnúmer

Logi Snær Knútsson, kt. 110978-4219 sækir um leyfi til að gera breytingar á útliti einbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 7 við Víðigrund. Framlagðir uppdrættir gerðir af Þóri Guðmundssyni, kt. 040381-5389. Uppdrættir eru númer A-101 og A-102, dagsettir 23.04.2021. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

5.Skessuland L219830 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2104256Vakta málsnúmer

Sigríður Ingólfsdóttir, kt. 260160-4519 og Geir Eyjólfsson, kt. 261257-6379 sækja um leyfi til að byggja einbýlishús í Skessulandi L219830, Hegranesi. Framlagður aðaluppdráttur gerður á Arkitektastofu Þorgeirs af Þorgeir Jónssyni, kt. 051055-7219. Uppdráttur er í verki 210227, númer 99-01, dagsettur 27.02.2021. Byggingaráform samþykkt.

6.Höfði L146547 - Umsókn um niðurrif mannvirkja.

Málsnúmer 2104257Vakta málsnúmer

Andri Þór Grétarsson, kt. 151198-2289, Sandra Rún Grétarsdóttir, kt. 151198-2369 og Guðrún Þórðardóttir, kt. 210539-4769 sækja um leyfi til að rífa gamla íbúðarhúsið á Höfða L146547, Höfðaströnd sem byggt var árið 1892. Fyrirhugað er að rífa húsið til flutnings og endurbyggja það í landi Jarðlangsstaða í Borgarfirði.
Fyrir liggur umsögn Minjastofnunnar Íslands dags. 29.4.2021.
Erindið samþykkt, leyfi veitt.

7.Skólagata L146652, Grunnskólinn austan Vatna - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2105029Vakta málsnúmer

Guðmundur Þór Guðmundsson, sækir f.h. eignasjóðs Skagafjarðar, kt. 550698-2349, um leyfi til að gera breytingar á útliti eldri hluta Grunnskólans á Hofsósi sem stendur á lóðinni, Skólagata L146652. Framlagðir uppdrættir gerðir á Tæknideild sveitarfélagsins Skagafjarðar af Guðmundi Þór Guðmundssyni, kt. 200857-5269. Uppdrættir eru í verki 2106, númer 2.01 og 2.02, dagsettir 03.05.2021. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

8.Stóra-Gerði lóð 4 L208716 - Umsókn um niðurrif mannvirkja

Málsnúmer 2104190Vakta málsnúmer

Brynjar Morgan Gunnarsson, kt. 010779-5299 sækir um leyfi til að rífa íbúðar hús, byggt 1953 sem stendur á lóðinni Stóra-Gerði-lóð 4 L208716. Fasteignanúmer F2143493, mhl. 01. Erindið samþykkt, leyfi veitt.

Fundi slitið - kl. 09:30.