Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

80. fundur 07. desember 2018 kl. 08:30 - 09:15 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Miðgarður 146122 - Umsókn um byggingarleyfi,lyfta

Málsnúmer 1811290Vakta málsnúmer

Fulltrúar eigenda Menningarhússins Miðgarðs sækja, með bréfi dagsettu 23. nóvember sl. um leyfi til að fjarlægja stólalyftu á vegg í anddyri og setja upp nýja pallalyftu í anddyriströppurnar.
Meðfylgjandi uppdrættir gerðir hjá Veitu- og framkvæmdasviði Sveitafélagsins Skagafjarðar af Guðmundi Þór Guðmundssyni, byggingarfræðing. Dagsetning uppdrátta er 23.11.2018. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

2.Furulundur 3 Varmahlíð - Umsókn um byggingarleyfi-sorpgeymsla

Málsnúmer 1811291Vakta málsnúmer

Hrefna Jóhannesdóttir oddviti Akrahrepps og Guðmundur Þór Guðmundsson umsjónarmaður eignasjóðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar sækja um leyfi til að byggja og staðsetja sorpskýli við leikskólann Birkilund, Furulundi 3 í Varmahlíð.
Meðfylgjandi uppdrættir gerðir á Veitu- og framkvæmdasviði Sveitafélagsins Skagafjarðar af Guðmundi Þór Guðmundssyni, byggingarfræðing og eru þeir dagsettir 21.11.2018.Verknr.181121. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

3.Varmrhlíðarskóli 146130- Umsókn um byggingarleyfi-sorpskýli

Málsnúmer 1811292Vakta málsnúmer

Hrefna Jóhannesdóttir oddviti Akrahrepps og Guðmundur Þór Guðmundsson umsjónarmaður eignasjóðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar sækja um leyfi til að
byggja og staðsetja sorpskýli við Varmahlíðarskóla.
Meðfylgjandi uppdrættir gerðir á Veitu- og framkvæmdasviði Sveitafélagsins Skagafjarðar af Guðmundi Þór Guðmundssyni, byggingarfræðing og eru þeir dagsettir 22.11.2018. Verknr.181122. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

4.Varmahlíð 146115 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1811215Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 23. nóvember 2018 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra úr máli 1811320. Óskað er umsagnar um umsókn Jóns Árna Ólafssonar f.h. Olíuverslunar Íslands, kt. 500269-3249, um leyfi til að reka veitingastofu og greiðasölu í flokki III í verslunarhúsi í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, fasteignanúmer eignarinnar 2140814. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

Fundi slitið - kl. 09:15.