Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

76. fundur 17. september 2018 kl. 08:30 - 09:35 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Flæðagerði 189714.Reiðh.Svaðastaðir - Umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfis

Málsnúmer 1809124Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur úr máli 1809106 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, dagsettur 11. september 2018. Óskað er umsagnar um umsókn Flugu ehf., um tækifærisleyfi skv. 17.gr. laga nr. 85/2007 vegna Laufskálaréttardansleiks sem fyrirhugað er að halda þann 29. september 2018 í Reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

2.Skagfirðingabraut 26 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1809142Vakta málsnúmer

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Atla Más Óskarssonar kt. 020755-2889, fh. Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Sveitarfélagsins Skagafjarðar, dagsett 12. september 2018. Umsókn um byggingar- og stöðuleyfi fyrir aðstöðuhús sem byggt verður fyrir sveitarfélagið á lóð, kennslusvæði, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, við Skagfirðingabraut 26 á Sauðárkróki. Aðaluppdrættir unnir hjá sveitarfélaginu af Guðmundi Þór Guðmundssyni kt. 200857-5269. Uppdrættir eru í verki númer 0214, nr. 01, dags. 07. 09.2018. Einnig meðfylgjandi burðarvirkis- og lagnauppdrættir sem gerðir eru á Stoð ehf. verkfræðistofu, áritaðir af Þórði Karli Gunnarssyni kt. 230785-4149. Verknúmer 417802 númer uppdrátta, B-100, B-101, B-102, P-100, P101 og P-102, dagsettir 07.09.2018. Byggingaráform samþykkt.



3.Reykjarhólsvegur 18 A - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1809097Vakta málsnúmer

Magnús Sigmundsson kt 270357-5639 sækir fh. Hestasports- Ævintýraferða kt. 500594-2769 um leyfi til að klæða utan frístundahús að Reykjarhólsvegi 18A í Varmahlíð með Canexel klæðningu. Klætt verður á trégrind og einangerað í grindina með 75 mm steinull. Byggingarleyfi samþykkt.

4.Keta Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1809145Vakta málsnúmer

Hrefna Gunnsteinsdóttir kt. 110445-2889 sækir um leyfi til að klæða utan íbúðarhúsið að Ketu og endurgera þak. Veggir verða klæddir með Canexel klæðningu, þak klætt bárustáli. Landnúmer 145901. Byggingarleyfi samþykkt.

5.Háahlíð 7 Sauðárkróki - Umsókn um setlaug á lóð.

Málsnúmer 1809200Vakta málsnúmer

Jón E. Friðriksson Háuhlíð 7 sækir um leyfi fyrir setlaug á lóðinni Háahlíð 7. Setlaugin yrði staðsett norðaustan bifreiðageymslu eins og meðfylgjandi myndir sýna. Í umsókn kemur fram að einangrað lok fylgir setlauginni. Erindið samþykkt

Fundi slitið - kl. 09:35.