Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

61. fundur 06. febrúar 2018 kl. 13:00 - 14:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Daufá (146159) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1801175Vakta málsnúmer

Efemía Fanney Valgeirsdóttir kt. 140766-3219 og Egill Örlygsson kt. 100967-5889, sækja um leyfi til að byggja fjós á áður samþykktum byggingarreit í landi jarðarinnar Daufá. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni kt. 120379-4029. Uppdrættir eru í verki 778802, númer A-101, A-102 og A-103, dagsettir 18. janúar 2018. Byggingaráform samþykkt.

2.Steinaborg 179287 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1801218Vakta málsnúmer

Jónína Friðriksdóttir kt 091250-2179 og Stefán Sigurðsson kt. 080641-3899 eigendur Steinaborgar í Skagafirði sækja um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhús á lóðinni. Meðfylgjandi umsókn eru aðaluppdrættir númer A-01 og A-02 dagsettir 17.01.2018, teiknaðir af Trausta Val Traustasyni byggingatæknifæðing kt. 160783-5249 og áritaðir af Þóri Guðmundssyni byggingafræðingi, kt. 040381-5389. Erindið samþykkt. Byggingarleyfi veitt.

3.Skagfirðingabraut 24, Hótel Mikligarður - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1801174Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 19. janúar 2018 úr máli nr. 1801300 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra þar sem óskað er umsagnar um umsókn Spíru ehf kt. 420207-0770, um leyfi til að reka veitingahús í flokki III, Hótel Miklagarð, í heimavist FNV að Skagfirðingabraut 24 á Sauðárkróki. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis.

4.Aðalgata 8 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1801173Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 19. janúar 2018 úr máli nr. 1801296 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra þar sem óskað er umsagnar um umsókn 29 13 ehf., kt. 660917-0980 um leyfi til að reka veitingahús í flokki III að Aðalgötu 8 á Sauðárkróki með útiveitingum 2-4 borð. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis.

Fundi slitið - kl. 14:00.