Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

60. fundur 29. desember 2017 kl. 08:30 - 10:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Langaborg (225909) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1712130Vakta málsnúmer

Ólafur Gísli Sigurjónsson kt. 050959-7249 og Lilja Guðbjartsdóttir kt 030361-5129 sækja um leyfi til að byggja einbýlishús á landi sínu Lönguborg, úr landi Hellulands í Hegranesi. Landnúmer Lönguborgar er 225909. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir af Þóri Guðmundssyni, kt. 040381-5389 byggingarfræðingi. Uppdrættirnir eru í verki 46, númer 101, 102 og 103, dagsettir 1. desember 2017. Byggingaráform samþykkt.

2.Bárustígur 1 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1712144Vakta málsnúmer

Alda Vilhjálmsdóttir kt. 201128-3589 sækir um leyfi til að klæða utan einbýlishúsið að Bárustíg 1 á Sauðárkróki. Klætt verður með Canexel útveggjaklæðningu á trégrind, einangraðri með steinull. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

3.Aðalgata 19 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1712170Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 19. desember 2017 vegna mála 1712187 og 1712188 hjá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra. Sigríður Magnúsdóttir sækir fyrir hönd Garðhús ehf., kt. 691298-4509, um annars vegar leyfi til að reka gististað í flokki II og hins vegar krá í flokki III að Aðalgötu 19, 550 Sauðárkróki. Rekstri Microbar and bed er lokið í þessu húsnæði og við tekur Grand-Inn bar and bed. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis.

4.Víðigrund 7B - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1712174Vakta málsnúmer

Guðmundur Þór Guðmundsson kt. 200857-5269, f.h. Eignasjóðs Skagafjarðar kt. 550698-2349, sækir um leyfi til að byggja og staðsetja sorpskýli á lóð leikskólans Ársala við Víðigrund 7B á Sauðárkróki.
Framlagðir uppdrættir er gerðir á Veitu- og framkvæmdasviði af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdrættir er númer A-01, A-02 og A-03, dagsettir 14. desember 2017. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

5.Víðigrund 7B, Ársalir - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1712101Vakta málsnúmer

Guðmundur Þór Guðmundsson kt. 200857-5269, f.h. Eignasjóðs Skagafjarðar kt. 550698-2349, sækir um leyfi til að gera breytingar á ytra útliti Leikskólans Ársala við Víðigrund 7B á Sauðárkróki. Klæða á norður og suðurvegg með álklæðningu, samsvarandi þeirri klæðningu sem vesturgafl hefur nú verið klæddur með.Framlagðir uppdrættir eru gerðir á Veitu- og framkvæmdasviði af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdrættir er númer 02, 03 og 04, dagsettir 15. mars, 15. og 20 september 2017. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

6.Iðutún 2 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1712181Vakta málsnúmer

Kristján Elvar Gíslason kt. 190476-3919 og Stefanie Wermelinger kt. 300884-4239, sækja um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni númer 2 við Iðutún á Sauðárkróki. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir af Einari Andra Gíslasyni kt. 160669-4549, byggingarfræðingi. Uppdrættir eru í verki 2017.12.02, númer A-101, A-102 og A-103, dagsettir 10. desember 2017. Byggingaráform samþykkt.

Fundi slitið - kl. 10:00.