Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

56. fundur 28. september 2017 kl. 15:00 - 16:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Víðidalur norðurhl. - umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1707152Vakta málsnúmer

Pétur H. Stefánsson kt. 120754-5649 eigandi landsins Víðidalur norðurhl. landnúmer 192872 sækir um leyfi til að byggja gestahús á landinu.
Húsið verður staðsett á byggingarreit sem samþykktur var af skipulags- og byggingarnefnd 26. júní 2017. Meðfylgjandi uppdrættir gerðir af Atla Gunnari Arnórssyni hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Uppdrættir eru í verki 773002 dagsettir 25. sept 2017. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

2.Hverhólar 1 (225557) - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1709125Vakta málsnúmer

Indriði Einarsson fh. Skagafjarðarveitna sækir um byggingarleyfi fyrir 40,3 ferm dæluhúsi sem staðsett verður í landi Hverhóla í Lýtingsstaðahreppi hinum forna.Húsið verður byggt á lóð sveitarfélagsins Borgarflöt 27 og þaðan flutt á steyptan sökkul á lóð úr landi Hverhóla. Þá er einnig sótt um byggingarleyfi fyrir borholuhúsi og loftskiljutank á sömu lóð úr landi Hverhóla.Framlagðir uppdrættir gerðir hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Verknúmer 1036, dagsetning uppdrátta 28. og 29 ágúst 2017. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

3.Sæmundargata 1 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1709269Vakta málsnúmer

Frímann Guðbrandsson kt. 010953-2869 sækir, fh. Rafsjár fasteigna kt 570106-0230, um leyfi til að breyta útliti hússins að Sæmundargötu 1 á Sauðárkróki. Breytingin felur í sér að nýr gluggi kemur á norðaustuhlið hússins og opnanleg fög verða sett í glugga á vesturhlið.
Eridið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

Fundi slitið - kl. 16:00.