Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

38. fundur 06. desember 2016 kl. 08:30 - 10:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalgata 15,Ólafshús - Umsagnarbeiðni vegna breytingar á rekstrarleyfi

Málsnúmer 1611101Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 9. nóvember 2016 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra þar sem óskað er umsagnar um umsókn dagsetta 09.11. 2016, frá Tómasi Árdal kt. 210959-5489, Lerkihlíð 6, 550 Sauðárkróki f.h. Stá ehf., kt. 520997-2029. Óskað er eftir breytingu á rekstrarleyfi Ólafshúss, veitingastaður flokkur III með heimilaðan veitingatíma til kl.01:00 alla daga; þó til kl.03:00 aðfaranótt laugardags, sunnudags eða almenns frídags, einnig annan dag jóla frá 23:00 til 03:00 aðfaranótt nýársdags, föstudagsins langa og páskadag frá kl.00:00 til 04:00. Núverandi leyfi veitingastaður flokkur II með heimilaðan veitingatíma til kl.23:00 alla daga; þó til kl.01:00 aðfaranótt laugardags, sunnudags eða almenns frídags. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við umsóknina.



2.Stóra-Brekka (146903) - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1611231Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn Kollgátu ehf, Valþórs Brynjarssonar, f.h. Fljótabakka ehf. 531210-3520, um leyfi til þess að breyta útliti og innraskipulagi íbúðarhússins á jörðinni.

Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir á teiknistofunni Kollgátu ehf. af Valþóri Brynjarssyni kt. 2404-5209. Uppdrættir eru í verki númer 13-05-024, nr. A-100, A-101 og A-102, dagsettir 21. nóvember 2016. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin.

3.Bakkaflöt lóð (220227)- Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1612005Vakta málsnúmer

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Finns Sigurðarsonar kt. 250288-3609, eiganda sumarbústaðalandsins Bakkaflöt lóð með landnúmerið 220227. Umsóknin er um leyfi til að byggja smáhýsi á byggingarreitum nr. 11 og 12 sem samþykktir voru á 221. fundi Skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar þann 11. febrúar 2011.

Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni kt. 080353-4219. Uppdrættir eru í verki númer 7346, nr. A-1014, dagsettir 15. nóvember 2016.

Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráform.

Fundi slitið - kl. 10:00.