Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

30. fundur 24. júní 2016 kl. 14:00 - 15:15 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Glaumbær lóð (222026) - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1606185Vakta málsnúmer

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Gísla Gunnarssonar kt. 050157-4749, dagsett 15. júní 2016. Umsókn um leyfi til að breyta útliti einbýlishúss sem stendur á lóðinni Glaumbær lóð. Landnúmer lóðar 222026. Breytingin felur í sér að settir verða nýir gluggar og hurðir í húsið, þakkanti breytt. Húsið einangrað og múrað utan. Framlagður uppdráttur er gerður af Atla Gunnari Arnórssyni kt. 120379-4029. Uppdrátturinn er númer A-01, dagsettur 21 júní 2016. Erindið samþykkt. Byggingarleyfi veitt.

2.Lundur(146852) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1601371Vakta málsnúmer

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Sigurlínar Kristinsdóttur kt. 130158-3669, dagsett 19. janúar 2016. Umsókn um leyfi til að byggja sumarhús í landi Lunds í Stíflu. Landnúmer jarðarinnar 146852. Framlagðir uppdrættir eru gerðir á RISS verkfræðistofu af Guðna Sigurbirni Sigurðarsyni kt. 250582-4479. Uppdrættir eru númer A100 og A101. Aðaluppdrættir mótteknir 9. júní 2016. Byggingarleyfi er veitt með þeirri kvöð að ekki sé, vegna snjóflóðahættu, dvalið í húsinu að vetrarlagi, nánar tiltekið frá 1. nóvember til 30. apríl.

3.Raftahlíð 20 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1606207Vakta málsnúmer

Ragna Hrund Hjartardóttir kt. 211169-4789 og Sigfús Snorrason kt. 220468-4619, eigendur raðhússins Raftahlíð 20 á Sauðárkróki, sækja um leyfi til að reisa girðingu á lóðinni ásamt því að setja skýli fyrir sorptunnur, samkvæmt framlögðum gögnum sem dagsett eru 14. júní 2016. Fyrir liggur samþykki eiganda aðliggjandi íbúðar Raftahlíð 18. Erindið samþykkt. Leyfi veitt.

4.Brekkutún 7 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1606224Vakta málsnúmer

Guðmundur B Ólafsson kt. 150562-3179, eigandi einbýlishússins númer 7 við Brekkutún á Sauðárkróki, sækir um leyfi til að byggja smáhýsi á lóðinni, samkvæmt framlögðum gögnum sem dagsett eru 21. júní 2016. Erindið samþykkt. Byggingarleyfi veitt.

5.Varmahlíð 146116(214-0818)-Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1605059Vakta málsnúmer

Lagt fram tölvubréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 6. maí 2016, þar sem óskað er umsagnar um umsókn frá Sauðárkróksbakarí ehf. kt. 560269-7309. Umsókn um rekstrarleyfi fyrir kaffihúsi í húsnæði sem áður hýsti Arion banka í Varmahlíð, matsnúmer 214-3729 matshluti 01.Veitingastaður í flokki I, kaffihús. Forsvarsmaður er Róbert Óttarsson kt. 171272-2979. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis.

Fundi slitið - kl. 15:15.