Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

27. fundur 26. maí 2016 kl. 10:00 - 11:30 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Sigurður Hafsteinn Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Baldurshagi (Sólvík) - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1605187Vakta málsnúmer

Lagt fram tölvubréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 23. maí 2016, þar sem óskað er umsagnar um umsókn frá Sólvík ehf. kt. 590516-2010. Umsókn um rekstrarleyfi vegna veitingarstofunnar Sólvík í húsnæði Baldurshaga, matsnúmer 214-3729 á Hofsósi. Veitingastaður í flokki II. Forsvarsmaður er Dagmar Þorvaldsdóttir kt. 170662-3699. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis.

2.Kýrholt lóð2(222278) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1605147Vakta málsnúmer

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Jakobs Líndal hjá Alark arkitektum ehf. f.h. Margrétar Stefánsdóttur kt. 130172-4589, dagsett 17. maí 2016. Umsókn um leyfi til að byggja Sumarhús á landinu Kýrholt lóð 2 með landnúmerið 222278. Framlagðir uppdrættir eru gerðir á teiknistofunni Alark arkitektar ehf. af Jakobi E. Líndal kt. 050957-3229. Uppdrættir eru í verki númer 1.034, númer A101, dagsettir 17.05.2016. Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráform.

3.Kárastígur 9 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1605138Vakta málsnúmer

Lagt fram tölvubréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 12. maí 2016, þar sem óskað er umsagnar um umsókn frá Valgeiri Þorvaldssyni kt. 020760-5919. Umsókn um rekstrarleyfi vegna íbúðarhúss sem stendur á lóðinni númer 9 við Kárastíg, matsnúmer 214-3628 á Hofsósi. Gististaður í flokki II, íbúðir. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis.

4.Sauðárhæðir 143929 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1605020Vakta málsnúmer

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Kjartans Sævarssonar kt. 050668-5099, f.h. Ríkiseigna, dagsett 26. apríl 2016. Umsókn um leyfi til að breyta gluggum í stigahúsi Heilsugæsluhúss HSN á Sauðárhæðum vegna vélrænar reyklosunar. Framlagðir uppdrættir eru gerðir á Stoð ehf. Verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni kt. 171160-3249. Uppdrættir eru í verki númer 011346, nr. A-100, A-101 og A-102, dagsettir 13.04.2016. Erindið samþykkt. Byggingarleyfi veitt.

5.Grund 1 (146710) - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis (#1604437)

Málsnúmer 1604234Vakta málsnúmer

Lagt fram tölvubréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 28. apríl 2016, þar sem óskað er umsagnar um umsókn frá Fagrahvoli ehf. kt. 430216-1980. Umsókn um rekstrarleyfi vegna Grundar 1, matsnúmer 214-3756 á Hofsósi. Gististaður í flokki II. Forsvarsmaður er Auðunn Jakob Pálsson kt. 020170-4920. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis.

6.Borgarteigur 10 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1605197Vakta málsnúmer

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Kára Björns Þorsteinssonar kt. 141174-5769, fh. KÞ. lagna ehf. kt. 600106-2280, dagsett 24. maí 2016. Umsókn um leyfi til að byggja iðnaðarhúsnæði á lóðinni númer 10 við Borgarteig á Sauðárkróki. Framlagðir uppdrættir eru gerðir á teiknistofunni Otium slf, af Kristni Arnarssyni kt. 260270-5599, byggingarfræðingi. Uppdrættirnir eru í verki númer 16-0012, nr. 1.01, 1.02 og 1.03, dagsettir 1. apríl 2016. Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráform.

7.Lýtingsstaðir lóð 1 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1605199Vakta málsnúmer

Lagt fram tölvubréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 24. maí 2016, þar sem óskað er umsagnar um umsókn frá Evelyn Ýr Kuhne kt. 050373-2239. Umsókn um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir 3. gestahús sem standa á lóðinni Lýtingsstaðir lóð 1, matsnúmer eigna er 232-3962, 232-3963 og 235-3111. Gististaður í flokki 1, sumarhús. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis.

8.Lýtingsstaðir 146202 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1605198Vakta málsnúmer

Lagt fram tölvubréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 24. maí 2016, þar sem óskað er umsagnar um umsókn frá Evelyn Ýr Kuhne kt. 050373-2239. Umsókn um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir íbúðarhúsið á jörðinni Lýtingsstöðum (146202), matsnúmer 214-1274. Gististaður í flokki III, heimagisting. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis.

9.Hólar 146440 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1605203Vakta málsnúmer

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Erlu Bjarkar Örnólfsdóttur rektors Háskólans á Hólum. Umsókn um leyfi til að byggja tvö dómhús á áðursamþykktum byggingarreitum við keppnis- og kennslusvæði hestafræðideildar skólans. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Atla Gunnari Arnórssyni kt. 120379-4029. Uppdrættir eru í verki númer 0032016, nr. A-01 og A-02, 23. dagsettir 23.05.2016. Erindið samþykkt. Byggingarleyfi veitt.

Fundi slitið - kl. 11:30.