Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

11. fundur 07. ágúst 2015 kl. 14:00 - 15:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Sigurður Hafsteinn Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason starfsmaður skipulags-og byggingarfulltrúa
Dagskrá

1.Fellstún 18 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1506190Vakta málsnúmer

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Sigurðar Eiríkssonar kt. 061156-5189, dagsett 24. Júní 2015. Umsókn um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni nr. 18 við Fellstún á Sauðárkróki. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerði á H.S.Á Teiknistofu af Haraldi S. Árnasyni kt. 120149-2539. Uppdrættir eru í verki númer 14-303, nr. 1302 og 1304, dagsettir 5. júlí 2015.
Byggingaráform samþykkt.

2.Ártorg 4 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1507199Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 21. júlí sl. þar sem óskað er umsagnar um umsókn N1 kt. 540206-2010. Umsóknin er um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Ábæ N1 þjónustumiðstöð, Ártorgi 4 á Sauðárkróki, veitingastaður í flokki I Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

3.Borgarmýri 5 - Umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfis

Málsnúmer 1507200Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 24. júlí sl. þar sem óskað er umsagnar um umsókn Festival Viðburðar kt. 690705-1330. Umsóknin er um tækifærisleyfi vegna Tónlistarhátíðarinnar Gærunnar 2015 sem haldin verður í húsnæði Loðskinns ehf. Borgarmýri 5 á Sauðárkróki dagana 14. og 15. ágúst 2015. Forsvarsmaður er Adam Smári Hermannsson kt. 151288-3329. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

Fundi slitið - kl. 15:00.