Fara í efni

Hafnarstjórn

36. fundur 09. janúar 2002 kl. 08:15 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Hafnarstjórn Skagafjarðar
Fundur 36 – 09.01. 2002

 

Ár 2002, hinn  9. jan., kom Hafnarstjórn saman til fundar á skrifstofu sveitarstj. kl. 8.15.

Form. setti fund og lýsti dagskrá.

 

DAGSKRÁ:

  1. Fjárfesting og framkv. 2002
  2. Skrá um skipakomur 2001
  3. Önnur mál

 

AFGREIÐSLUR:

1. Form. fór yfir bréf Siglingamálastofnunar, dags. 21. des., þar sem fram koma nýframkvæmdir í hafnargerð í Skagafirði en á fjárlögum '02 er áætlað til þessa málaflokks 43,4 m.króna. Uppl. af sveitarstjóra að hlutur heimamanna verður ekki fjármagnaður nema með lántöku. Hafnarstjórn samþ. að vísa þessum lið til afgr. sveitarstjórnar. Samþykkt samhljóða.

 

2. Gunnar Steingrímsson, hafnarvörður, fór yfir þessar upplýsingar en fram kom að í Sauðárkrókshöfn komu alls 89 skip miðað við 98 árið áður, samt. 288.123 brúttótn. - Þá komu- og legudagar skipa, - vigtaður og skráður afli heima- og aðkomubáta í höfnunum Sauðárkróki, Hofsósi og Haganesvík. Að lokum skrá yfir lönduð grásleppuhrogn í skagfirskum höfnum 2001 en 5 bátar landa 178 tn á Skr., 3 bátar 48 tn á Hofsósi og 3 bátar 83 tn í Haganesvík.

 

3. Samþ. að fela hafnarverði að kanna verð á rafm. til hafnarinnar og skipa í höfninni við nýja eigendur dreifikerfis og Rafv. Sauðárkr.


Fleira ekki gert.


Björn Björnsson (ritar fundarg.)           Gunnar Steingrímsson

Gunnar Valgarðsson                            Hallgrímur Ingólfsson

Eiríkur Jónsson                                    Jón Gauti Jónsson

Brynjar Pálsson

Pétur Valdimarsson