Fara í efni

Hafnarstjórn

34. fundur 06. desember 2001 kl. 11:00 - 12:30

Hafnarstjórn Skagafjarðar
Fundur 34 – 06.12. 2001

 

Ár 2001, hinn 6. desember, kom Hafnarstjórn saman til fundar kl. 11.00.

Mættir voru Pétur Valdimarsson, Brynjar Pálsson, Gunnar Valgarðsson, Eiríkur Jónsson og Björn Björnsson ásamt Gunnari Steingrímssyni hafnarverði, Hallgrími Ingólfssyni bæjartæknifræðingi og Jóni Gauta Jónssyni sveitarstjóra.

 

DAGSKRÁ:

  1. Gjaldskrá fyrir hafnir.
  2. Gjaldskrá v/rafmagnssölu á höfnum.
  3. Umsókn um stækkun á lóð Hesteyri 2
  4. Hafnaráætlun 2003-2006.
  5. Staða framkvæmda.
  6. Önnur mál.

 

AFGREIÐSLUR: 

1. Lögð fram frá samgönguráðuneytinu ný gjaldskrá fyrir hafnir. Hafnarstjórn samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti.

 

2. Hafnarnefnd samþykkir að hækka gjaldskrá fyrir útselt rafmagn til skipa, gáma og annarra kaupenda um 5%. Gjaldið fer úr kr. 6.41 pr. kwst. í kr. 6.73 pr.kwst. án vsk. og tekur breytingin gildi frá og með 1. desember 2001.

 

3.  Lagt fram bréf frá Þórólfi Gíslasyni f.h. Hesteyri 2 h.f. varðandi stækkun lóðar Hesteyri 2 um 10 metra til suðurs og 20 metra til austurs. Hafnarnefnd samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og felur bæjartæknifræðingi að afla frekari gagna.

 

4.  Lagður fram listi hafnarvarðar yfir nauðsynlegustu framkvæmdir við Sauðárkrókshöfn vegna hafnaáætlunar á árunum 2003 – 2006. Hafnarnefndin fór yfir listann og ræddi þau atriði sem þar koma fram og einnig framkvæmdir við hafnir í Haganesvík og á Hofsósi. Hafnarnefnd samþykkir að fela bæjartæknifræðingi að vinna málið áfram í samræmi við þær umræður sem fram fóru.

 

5.  Bæjartæknifræðingur skýrði frá framkvæmdum við Hofsóshöfn, sem nú er lokið og einnig stöðu framkvæmda við Sauðárkrókshöfn. Vegna breyttra reglna um breidd á athafnasvæði hafna þarf að færa grjótvörn gegn nýjum viðlegukanti og þarf að taka tillit til þess við gerð kostnaðaráætlunar.

 

6. Önnur mál engin.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og fundi slitið kl. 12.3o

 

Björn Björnsson                      Elsa Jónsdóttir, ritari.

Gunnar Valgarðsson                Gunnar Steingrímsson

Eiríkur Jónsson                        Hallgrímur Ingólfsson

Pétur Valdimarsson

Brynjar Pálsson