Fara í efni

Hafnarstjórn

29. fundur 17. maí 2001 kl. 13:30 - 14:15 Skrifstofa Skagafjarðar

Hafnarstjórn  Skagafjarðar
Fundur 29 – 17.05. 2001

 

Ár 2001, fimmtudaginn 17. maí  kom hafnarstjórn saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar kl. 13.3o.

            Mættir voru: Brynjar Pálsson, Gunnar Valgarðsson, Björn Björnsson og Pétur Valdimarsson. Auk þeirra Hallgrímur Ingólfsson bæjartæknifræðingur, Gunnar Steingrímsson hafnarvörður og Snorri Björn Sigurðsson sveitarstjóri.

 

DAGSKRÁ:

  1. Ársreikningar 2000.
  2. Þriggja ára áætlun 2002 - 2004.
  3. Bréf frá Siglingastofnun.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Snorri Björn Sigurðsson fór yfir ársreikninga Hafnarsjóðs fyrir árið 2000.

Samþykkt að vísa ársreikningum Hafnarsjóðs fyrir árið 2000 til Byggðarráðs og fyrri umræðu í Sveitarstjórn.

 

2. Lögð fram þriggja ára áætlun fyrir Hafnarsjóð 2001 – 2004.  Snorri Björn fór yfir áætlunina og skýrði nánar.

Smþykkt að vísa áætluninni eins og hún liggur fyrir til Byggðarráðs og fyrri umræðu í Sveitarstjórn.

 

3. Lagt fram bréf frá Siglingastofnun varðandi lengingu skjólgarðs á Hofsósi.

Hafnarstjórn samþykkir að verkið verði boðið út.

 

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14.15.

  

Elsa Jónsdóttir, ritari.

Brynjar Pálsson                                       

Hallgrímur Ingólfsson

Björn Björnsson                                 

Gunnar Steingrímsson 

Pétur Valdimarsson

Gunnar Valgarðsson